Tuesday, December 01, 2009

jæja.. ætla ekki að vanrækja þetta blogg of mikið...

hvað er ég búin að gera af mér síðan seinast?

jú.. læra.. skrifa ritgerðir, glósa greinar, fara í próf.. allan pakkann

en á þriðjudaginn síðasta fékk ég loksins að fara í kærkomið frí enda komið að thanksgiving brake...

eldsnemma á þriðjudagsmorgunn var ég sótt uppí skóla af eina (og rándýra) shuttle fyrirtækinu hérna í georgetown og keyrð uppá flugvöll..

ég deildi þessari 40 mínútna bílferð með elskulegri konu og mikið rosalega er það merkilegt hvernig kanar finna sig knúna til að deila ævisögunni sinni með þér ef að þeir sitja við hliðina á þér í einhverju farartæki... á innan við 10 mín var ég búin að fá að vita:

hvað hún heitir
hvert hún er að fara í vinnuferð
og af hverju hún er að fara þangað
hvar kallinn hennar kennir
og hvað hann kennir
og hvar honum var að bjóðast annað starf
en af hverju hann afþakkaði starfið
og hvað henni finnst leiðinlegt að fljúga
og að hún var í hernum
og að hún þurfti að fljúga alltaf alveg rosalega forever lengi og mikið með hernum
og að hún er ekki frá texas
að hún er í alvörunni frá missouri
en hvað henni finnst texas æði
og hvað pabbi hennar vann í "papermill" bransanum þegar hún var krakki
og að þau voru endalaust að flytja
en núna eru mamma hennar og pabbi skilinn
og mamman komin með nýjan kall
en pabbinn er bara aleinn..
og svo um að hún eigi tvö börn
og hún getur ekki ferðast eins mikið og hún vildi að fyrst að hún þarf víst að borga fyrir háskólann fyrir krakkana
og hvað bróðir hennar á enginn börn
svo að hann og konan hans fara alltaf í last minute ferðalög
en að þau eigi nú von á barni í næsta mánuði
svo að núna verða þau að hætta að fara í last minute ferðalög
og að thanksgiving er alltaf voða lítið mál því að það á engin börn í fjölskyldunni
nema auðvitað hún og kallinn hennar
en núna er það að fara að breytast
af því að eins og hún var búin að segja er bróðir hennar að fara að eignast krakka..

fyrirgefiði en þetta er bara aðeins of mikið af upplýsingum þegar maður er algjörlega ósofinn kl 4 á morgnanna..

en fyrst það er víst frekar dónalegt að taka upp ipodinn og skella honum í eyrun í miðju samtali (eða ræðu, fer eftir því hvernig maður horfir á þetta) þá sat ég bara og reyndi að sýna áhuga á milli þess sem að ég var skíthrædd um að ég væri að fara að missa af fluginu mínu..

allavega fannst bílstjóranum það alveg vera "heeeellings" tími að vera mætt útá völl 55 mín fyrir flug þar sem að það væri nú sko ekkert að gera á flugvellinum...

en svo þegar við vorum loksins komin uppá völl var "oooh boy" það eina sem heyrðist í honum.. hann gat varla lagt bílnum útaf öllum fjöldanum af liði sem var þarna.

en á einhvern ótrúlegan hátt náði ég að setja hraðamet í því að komast í gegnum völlinn.. í fyrsta lagi býður american airlines uppá snilld sem heitir curbside check-in.. jú, þú getur tjekkað þig inn útá gangstétt ef að þú ert í innanlandsflugi! haha! snilld!! (og ég komst að því eftir þessa ferð að þetta er það eina sem er gott við american airlines)

allavega var enginn að kveikja á að tjekka sig inn þarna nema ég.. og svo einhvern veginn náði ég að lenda á undan allri röðinni í öryggisleitinni..

svona þegar maður mætir í röð og það er nánast enginn þar en svo lítur maður til baka mínútu seinna og þá er röðin komin útá götu... akkúrat þannig.

svo að ég komst í gegnum allan pakkann á 15 mínútum á háannatíma! hah! geri aðrir betur :)

---------------------

en talandi um flugið þá er það alveg á hreinu að american airlines er hundleiðinlegt flugfélag sem að ég mun forðast með öllum mínum lífsins sálarkröftum að ferðast með í framtíðinni.. þeir rukka 20 dollara ef að þú vilt tjekka inn tösku og svo 30 dollara fyrir tösku númer 2.. svo náttúrulega ef að þú ert með yfirvigt skella þeir auka 50 dollurum oná þetta allt saman svona til að gera þetta skemmtilegra (slapp við það í þetta skiptið en er rosalega fegin að ég á ekki miða með þeim heim um jólin! hah!)

svo er ekkert að gera í vélinni.. það þýðir ekkert að láta sig dreyma um að horfa á þátt eða mynd þar sem að það er ekki einu sinni útvarp.. venjulega er hægt að stinga heyrnartólum í sætisarminn og hlusta á eitthvað... þarna er ekki einu sinni gat í sætisarminum fyrir heyrnartól

neinei, það eina sem var til boða var hávært flugvélahljóð, sérstaklega þegar heppið fólk eins og ég lendir í sætinu sem er akkúrat við hliðina á hreyflinum (hreyfillinn var ekki undir vængnum heldur aftast í vélinni og fyrir glugganum mínum).. og hvaða djók er það að þegar maður biður um gluggasæti að maður er látinn fá eina sætið í vélinni þar sem að risa hreyfill koverar gjörsamlega allan gluggann eins og hann leggur sig?

og svo var ég ekki frá því að ég væri í einhverri flugvallaútgáfu af falinni myndavél þegar tjekkinn röðin á o'hare á leiðinni til baka til austin stoppaði hreinlega akkúrat þegar komið var að mér á og SJÖ stykki af yndislegum american airlines starfsmönnum mánaðarins ákváðu bara að hætta að vinna uppúr þurru og standa bara við deskin sín, stara útí loftið og bora í nefið í staðinn fyrir að kalla á næsta kúnna, þeas mig...

alveg það skrýtnasta sem að ég hef lent í á flugvelli.. fannst svona hálfpartinn eins og þeir væru búnir að gera veðmál um hversu lengi næsti kúnni, aka ég, (og jafnvel hinir 50 manns sem voru í röðinni) myndi halda það út áður en að ég færi að öskra á einhvern starfsmann..

svo loksins eftir 10 mín var eini starfsmaðurinn sem gerði eitthvað þarna búinn að afgreiða blessuðu 5 manna fjölskylduna sem var á undan mér í röðinni og ég fékk loksins að komast að..

svo loksins (já nei ég er ekki hætt að röfla) 10 mín fyrir boarding er kallað í hátalarakerfinu "elsku austin farþegar.. það er búið að skipta um gate.. (soooooorrrrrryyyyyyy sökkers)... þið eruð í k3 en ekki h16" vantaði bara að þeir bættu við "run forrest, run!!"

plúúúúús að american andskotans airlines náðu að slíta handfangið á töskunni minni af eins og það leggur sig svo að núna verð ég með tvær fatlaðar töskur á leiðinni heim um jólin; önnur án topphandfangsins og hin án rúlluhandfangsins.. æði..

já.. ég veit, ég er að farin að röfla eins og gamla fólkið sem að kvartar undan ómerktum köttum og lötum unglingavinnukrökkum í velvakanda í mogganum! hahaha...

aaaaaalllavega

hvað var ég að gera á o'hare í chicago?

júbb ég var að heimsækja greg vin minn frá ítalíu eftir að hafa ekki séð hann í rúm fimm ár.. svo að frá chicago var stefnan tekin á madison, wisconsin með þriggja tíma rútuferð.. sem ég ætla ekki að röfla um.

madison var æði og einkenndist af skemmtilegu fólki, góðum mat, enn betri bjór, ferðir í bruggsmiðjur, jólagjafaleiðangur (þar sem að listinn í ár var næstum því kláraður), alvöru ekta thanksgiving mat og fullt af svefni:)

ég fékk meira að segja smá af mjög svo kærkomnum snjó...

------------------

en ókei... einn jákvæður hlutur um american airlines (sem er samt sem áður eiginlega ekki þeim að þakka en samt)...

á meðan ég sat fyrir utan hliðið á o´hare, sem reyndist svo á endanum vera vitlaust hlið, var american airlines merkið allsstaðar.. og það eina sem ég náði að hugsa um var

o´hare + american airlines merkið + jólaskreytingar : home alone

og sú mynd kemur manni alltaf í gott skap :)

plús að home alone minnti mig óendanlega á new york ferðina mína um þarnæstu helgi

--------------------

ég get ekki beðið eftir jólastemminguni í ny!

tréð við rockafeller, allar jólaskreytingarnar og rjúkandi starbucks... ég er búin að downloada home alone soundtrackinu og það fær sko að rúlla í ipodinum allan tímann (ekki grín)

plús að ég á miða á the radio city christmas spectacular þar sem að ég ætla að leyfa mínu innra jólabarni að njóta sín með öllum hinum litlu krökkunum..




sætið mitt er reyndar alveg útá siglufirði en mér er svo alveg sama.. ég verð bara að muna eftir gleraugunum :)


þetta verður magnað!


ég fæ sko gæsahúð af tilhlökkun..


svo á sunnudagskvöldinu verður stefnan svo tekin á ísland!

get nú ekki sagt að tilhlökkunin fyrir því sé neitt minni :)


eva sem er alveg að fara að detta í próflestur

Friday, November 06, 2009

ég veit.. pínkuponsu kjánahrollur...

eeeeen ég fann nokkur vídjó sem að sýna nokkuð vel hvernig campusinn hérna lítur út og ákvað að deila þeim með ykkur svo að þið sjáið svona smá hvernig hann er.. eða allavega hluti af honum..

þetta fyrsta er kynningarmyndband fyrir homecoming sem verður haldið í hundraðasta skiptið núna um helgina



fyrsta byggingin sem að myndavélin stoppar hjá er cullen, þarna eru þrír af fjórum áföngunum sem ég er í á þessari önn kenndir.. eldgömul bygging með fúkkalykt á efstu hæðinni, en samt rosalega flott...

önnur byggingin er mest megins skrifstofur en með nokkrum stofum.. hún er frekar spes að innan og er sú bygging hérna sem að ég forðast helst að fara í á kvöldin... mjög spúkí

næst er það aðalbyggingin.. mötuneytið, pósthúsið, kaffihúsið og allt það...

síðan er það FAB sem ég hef aldrei farið í.. enda er þetta listadeild skólans og ég hef ekkert að gera þangað

síðasta stoppið er á "the mall" sem er grasbletturinn á miðjum campusnum... konan stendur fyrir framan campus kirkjuna en beint fyrir framan kirkjuna er innsigli skólans

takið eftir því að enginn af fólkinu sem labbar framhjá henni stígur oná innsiglið.. það er víst hjátrú að ef að þú stígur oná það þá muntu ekki útskrifast og þar af leiðandi forðast það allir! haha! :)

---------------

við erum southwestern university pirates..

það útskýrir næsta vídjó



---------------


þetta næsta er alveg hrikalega, brjálæðislega eins amerískt og væmið og vídjó geta mögulega orðið, fiðlubíómyndatónlist og meira að segja hörpusláttur inná milli...

eeeen það sýnir campusinn alveg rosalega vel..

uppúr 4:42 sjáiði gráhærðan kall í rauðri skyrtu.. þetta er einn af prófessorunum mínum dr. o'neill (yndislegi maðurinn sem að ákvað að láta mig taka 2 próf daginn eftir afmælið mitt) að kenna í stofunni sinni... svo að þarna getiði séð nákvæmlega hvar og hvernig ég eyði tveimur af þessum fjórum áföngum sem að ég er í :)

og svo stuttu seinna sjáiði manneskju sem labbar yfir innsiglið, þessi er ekki að fara að útskrifast! hahahaha!



jæja... back to the books!


eva

Tuesday, November 03, 2009

góða kvöldið!

halloween síðustu helgi og það var frekar magnað

halloween+ laugardagskvöld+ fullt tungl+ 60.000 manns á 6th street + ein úr hópnum er með "open tab" á næstum hverjum einasta bar og segir manni að gjöra svo vel og drekka : EPÍK!

eftir frekar stuttar vangaveltur yfir búningi í risastóru partýbúðinni ( þar sem að ég var með fimmtíu öskrandi og æsta krakka í halloween-brjálæðis-æsingi í kringum mig) ákvað ég að taka rómverjann á þetta..

þetta var útkoman og einhverra hluta vegna var ég kölluð zelda allt kvöldið.. rómverjar ná ekki í gegn hjá kananum, bara tölvuleikir..

ég og stephanie skelltum okkur sem sagt niðrí austin á halloween og vorum svo heppnar að vera með gistingu hjá vinkonu hennar sem að er í UT (university of texas í austin... risa skóli)..

allavega held ég að ég hafi aldrei áður upplifað annað eins kvöld..

ég dansaði við súperman

drakk jager með borat

var bókstaflega gripin höndum og hent uppí loft og næstum því rotuð af araba sem birtist out of nowhere og ákvað að taka mjög frumstæða sveiflu á dansgólfinu án þess að ég hefði eitthvað um það að segja..

hitti greenman og stökk næstum því á hann af gleði þegar ég sá hann útá götu, klárlega toppur kvöldsins fyrir it's always sunny in philadelphia nördinn

tók strætó um miðja nótt með örugglega um 100 öðrum fyllibyttum (inní þessum eina litla strætó).. að ég skuli ekki hafa týnt sjálfri mér þarna í fjöldanum er alveg magnað

og varð svo að lokum að treysta á belju til þess að finna leiðina heim því að býflugan og fallni engillinn voru báðar dauðar í strætónum..

aaaaahhh.. good times! hahaha!

--------------------

annars er það bara back to business þessa dagana..

ég held að ég muni svo gott sem alveg einangra mig með bókunum á morgun þar sem að ég á að skila ritgerð og taka miðannapróf á fimmtudaginn.. þ.e.a.s daginn eftir afmælið mitt..

svo að stefnan er tekin á að klára ritgerðina og mestan prófundirbúninginn á morgun svo að ég geti nú gert eitthvað annað en að læra á afmælisdaginn..

sérstaklega þar sem að það er ekki á hverju ári sem að maður á afmæli á miðvikudegi og er staddur á einum af þeim fáu siðmenntuðu stöðum í heiminum þar sem það er talið fullkomlega eðlilegt (og reyndar ætlast til þess) að maður hrynji í það á miðvikudagskvöldum

--------------------

svo er homecoming næstu helgi svo að manni ætti ekki að leiðast þá, þó að ég viti voða lítið um hvað það snýst..

en það hlýtur nú bara að vera gaman

--------------------

svo er það í mjög svo seinbúnum fréttum að ég fer til wisconsin í thanksgiving fríinu mínu...

ætla loksins að láta verða af því að heimsækja hann greg vin minn..

ég get ekki beðið, vika af kulda og snjó! hahaha!

jæja...

ritgerðin kallar...

eva

p.s. nýtt kommentakerfi.. það er hægt að kommenta í gegnum feisbúkkið sitt! evu nörd finnst það alveg magnað..

Tuesday, October 20, 2009

jæja.. held að það sé kominn tími á eitthvað smá hérna inn...

hvað er búið að gerast síðan seinast...


stelpurnar komu í heimsókn sem var ÆÐI.. helling hlegið, spjallað og verslað í heila fimm daga..

við afrekuðum ýmislegt, meðal annars það að verða bestu vinir starfsfólksins í wal-mart og það að ná að villast í sirka hálftíma í einni af hinum óskiljanlegu umferðaslaufum austin... allt útaf æðislegu gps vinkonu okkar sem átti það til að segja uppúr þurru "turn right NOW" og við bara: haaa? bíddu áttum við að beygja þarna?"...

hún var allavega ekkert mikið fyrir það að gefa okkur langa fyrirvara á því hvenær við ættum að beygja.. en við lifðum þetta af enda sveinbjörg hörku dræver..

svo fórum við líka á snow patrol tónleika sem eru með þeim bestu sem ég hef séð... i'm in loooove.. allavega er það alveg á hreinu að ég stend ég ekki í þrjá klukkutíma í möl á 10 cm hælum fyrir hvern sem er!

svo fóru stelpurnar heim og þá fyrst byrjaði fjörið..

eva byrjaði að veslast upp um kvöldið og var orðin fárveik daginn eftir.. og stelpurnar líka fárveikar heima á klakanum..

ég var nú samt orðin tiltölulega hress kvöldið eftir en ákvað nú samt á þriðjudeginum að kíkja útá skólaheilsugæsluna til að fá eitthvað við hóstanum frá hjúkkunni...

þar fékk ég engu um ráðið og var testuð fyrir svínaflensu... sem var alveg frekar áhugavert.. á meðan hjúkkan beið eftir niðurstöðunum úr testinu ákvað hún að hitamæla mig..

ég var hitalaus.. flott mál

svo ákvað hún að testa eyrun.. allt í góðu þar

svo athugaði hún hálsinn og viti menn engar bólgur þar..

svo að þegar testið var hálfnað var hún bara nokkuð hress kellingin og sagði mér að ég þyrfti nú ekki að hafa neinar áhyggjur, ég væri örugglega bara með kvef...

en svo leit hún allt í einu á testið í smá stund og leit svo aftur á mig og sagði alvarlega: i'm sorry.. it's positive..

og þá byrjaði dramað.. DUU DUUU DUUUUMMM!

eva komin með grísinn og sett í einangrun inní íbúð í FIMM ÓTRÚLEGA ALLRA LENGSTU DAGA SEM AÐ ÉG HEF UPPLIFAÐ...

en samt ekki fyrr en ég var búin að senda email á alla prófessorana mína um að ég væri með piggy flu (nota bene fyrir framan hjúkkuna, mátti ekki fara fyrr en hún var búin að sjá að ég væri búin að senda mailið) og búið var að fylla vasana á buxunum mínum af verkjatöflum og einnota hitamælum...

og auðvitað fékk ég japanagrímu til að setja á smettið og var ekki hleypt útúr heilsugæslunni fyrr en ég var búin að setja hana upp og ég efast um að ég þurfi að taka það fram hvað mér leið eins og mesta fífli í alheiminum labbandi um campusinn með grímuna til að komast aftur útí íbúð..

allavega þurfti ég já, að hanga alein inní íbúð í heila fimm daga.. ég sem var nú þegar búin að vera veik í þrjá daga fyrir... þrífingakonurnar máttu ekki einu sinni koma inn til að tæma ruslið

en ég fékk að fara aftur í skólann í dag, svínslaus og hress, og núna tekur við grimmt lærdómstörn alveg fram yfir afmælið mitt..

það að segja að ég sé að drukkna úr skóla er klárlega understatement.. en þetta er samt svo rosalega, rosalega mikið þess virði.. og alveg brjálæðslega gaman..

ég verð nú samt að viðurkenna að ég get ekki beðið eftir því að koma heim um jólin og slappa bara af í heita pottinum og þurfa ekkert að hugsa um neitt sem kallast homework eða papers.. aaahh :)

Friday, October 02, 2009

jæja núna er maður orðinn ekta...

merkt sjóræningjaskólanum í bak og fyrir!

get ekki lýst því hvað það er notalegt að hoppa bara í stuttbuxur og víðan bol á morgnanna og skottast þannig út í tíma...

allt án þess að gera sig að fífli fyrir ósmekklegheit þar sem að akkúrat allir klæða sig svona....

aaaaaahh


kv, eva sem er ekki að fara á kings of leon og pearl jam um helgina því að hún ætlar að eyða helginni lærandi á milljón... allt til þess að eyða bestu viku í heimi með stelpunum mínum frá og með mánudeginum :)

Thursday, October 01, 2009

jæja ég held að það sé nú alveg kominn smá tími á smá update frá manni...

herbergis... eða jú íbúðarfélaginn minn flutti út í dag, stelpugreyið er víst ekki alveg að meika það andlega séð þessa dagana og var víst ekki búin að mæta í tíma í nokkrar vikur.. og allt án þess að ég hefði hugmynd um það..

ég vissi nú alveg að hún væri mjög stressuð týpa en ég hafði nú ekki hugmynd um að kvíðinn væri svona slæmur

ég var nú reyndar búin að spá í því af hverju ég rækist aldrei á hana þegar ég færi útúr íbúðinni á morgnanna en bjóst nú bara við því að hún væri í eyðu í fyrstu tímunum...

en allavega þá er hún búin með sinn síðasta sjens hjá skólanum í bili..

ooojæja...

ég vorkenni greyið stelpunni nú alveg helling en þetta kemur þannig lagað sér ekkert illa fyrir mig þar sem að við vorum akkúrat ekkert nánar...

núna er ég sem sagt með íbúðina útaf fyrir mig eina... og ég get alls ekki sagt að mér finnist það leiðinlegt..

ég er sem sagt með tvö svefnherbergi....

meeeeeeega skápapláss

tvö baðherbergi..

og sex ruslafötur! (ég veit nú ekki alveg hvernig ég á að nýta mér það, en hey.. sex fötur eru betri en þrjár)

skólinn á nú örugglega eftir að skella einhverjum hingað inn til mín á einhverjum tímapunkti en það er nú alveg líklegt að það verði ekkert fyrr en á næstu önn...

kemur í ljós!

-----------------------------

tímasetningin á þessari fermetraaukningu gæti nú ekki hafa verið betri þar sem að sveinbjörg, guðlaug og þórdís eru að hoppa uppí flugvélina til usa á morgun...

þær mæta nú samt ekki hingað fyrr en á mánudaginn sem að gefur mér hellings tíma til að læra eins og vitleysingur þangað til að þær koma svo að ég geti eytt sem mestum tíma með þeim hérna...

svo að já.. það munar nú um auka baðherbergi þegar við erum fjórar saman hérna í íbúðinni! haha!

-----------------------------

skólinn gengur fínt, eða eiginlega bara mjög vel þessa dagana..

í þessari viku fékk ég fyrstu stóru einkunnirnar mínar og hefði ekki getað verið ánægðari með þær.. ég fékk 8,5 á fyrsta miðannaprófinu sem ég hef tekið hérna og 8,8 fyrir fyrstu ritgerðina sem ég hef nokkurn tímann skrifað á ensku og var með þeim hæstu í bekknum..

svo að allar áhyggjur um að maður væri ekki að ná að fylgja hinum krökkunum í náminu eru horfnar, allavega í bili :)

ég tók svo þátt í kappræðum/rökræðum í einum áfanganum í dag... einhvern veginn asnaðist ég til þess að bjóða mig fram í þær fyrir helgi og var farin að sjá alveg illilega eftir því á tímapunkti..

eeeen þetta tókst nú bara ágætlega.. ég er allavega enn á lífi

-----------------------------

og já..

ég er loksins búin að komast að því hvað "hæ eva" gaurinn heitir, það tók mig ekki nema heilan mánuð að komast að því.. gott múv eva! haha!

svo að núna get ég loksins sagt hæ án þess að vera með bömmer.. flott mál!


Tuesday, September 15, 2009

í fréttum er þetta helst...

ísland 14. desember til 6. janúar!

en fyrst..

NEW YORK 11.- 13 des!

þegar ég sá að það var ódýrara að fljúga heim í gegnum new york heldur en boston var ég nú ekki lengi að velja hvora leiðina ég ætti að fara..

og þegar ég kveikti á því að það var jafn ódýrt að fljúga frá new york á sunnudagskvöldinu og föstudagskvöldinu var það alveg á hreinu að helginni yrði eytt í ny..

maður getur ekki eytt ári hérna úti án þess að sjá þessa borg.. ekki sjens!

svo að þá varð maður að finna einhvern námsmannavænan (aka ódýran) stað til að eyða helginni á og þar sem að öll hótel í new york eru rándýr svona rétt fyrir jól (nema náttúrulega að ég vilji enda sem ghettómatur í harlem) þá var stefnan tekin á að finna eitthvað kósí hostel...

herbergisfélaganum mínum leist akkúrat ekkert á þessa hugmynd hjá mér að vera að ferðast þangað ein (og hvað þá að gista á einhverju hosteli) og af viðbrögðunum að dæma sá hún fyrir sér að ég yrði rænd, kveikt í mér og ég skorin á háls um leið og ég stigi útúr flugvélinni...

jájá..

hinsvegar er það eina sem ég sé fyrir mér times square, amerískar jólaskreytingar og jólatréð við rockafeller center...

ahhhh :)

allavega fann ég lítið og kósí hostel í brooklyn sem lofar mjög góðu... ég er búin að lesa helling af reviews um það og það fer ekki undir 90% í meðaleinkunn á öllum síðum sem ég hef farið á svo að þetta er alveg save fyrir litla stelpu frá íslandi... ég ætti allavega ekki að vera skorin á háls..

---------------------

annars er allt gott að frétta í texas...

það ringdi á föstudaginn

mér fannst það frekar fyndið að háskólinn sendi út email til að vara við rigningunni..

"það er rigning í teeeeexas!!!! ekki fara út að keyra!!!"

hahaha.. yndislegt

---------------------

herbergisfélaginn, eða íbúðarfélaginn frekar, er alveg ágæt.. en við erum algjörlega svart og hvítt á alla vegu.. fatasmekk (hún fílar bleikt, blúndur og blóm), matarsmekk (hún er grænmetisæta), tónlistarsmekk (uppáhaldið hennar er klassísk tónlist), áfengissmekk (þar sem að hún bara drekkur ekki) og húmor, en ég komst svo skemmtilega að því í gær að hún fýlar ekki svartan húmor..

málið er að við sjáumst frekar sjaldan þar sem að við förum alltaf inn og út úr íbúðinni á mismunandi tímum.. og þar sem að það er akkúrat ekkert við að hafast inní stofu hjá okkur þá erum við frekar bara inní herbergjunum okkar..

ég rakst á hana inní eldhúsi í gær og við fórum að tala um það hvernig við hittumst aldrei

ég sagði henni bara að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af mér nema ef að hún fyndi einhverja rotnandi lykt koma út úr herberginu þá mætti hún hringja á lögguna

svo hló ég eins og vitleysingur..

hún hló bara ekki neitt heldur sagði mér vingjarnlega að segja ekki svona ljótt...

verð að muna það næst: engann svartan húmor við herbergisfélagann.. hahaha

---------------------

á mánudaginn næsta þarf ég bæði að fara í próf og skila heimaprófi... svo að næsta helgi fer öll í það að lesa, lesa, lesa og lesa meira... vúhú...

alveg eins og þessi helgi fór í það að lesa ekki, lesa ekki, lesa ekki og lesa ennþá minna..

á laugardaginn var bid day hjá allavega tveim af fraternity-unum hérna en það er dagurinn þar sem að nýjir meðlimir eru teknir inn.. það var nú alveg frekar skemmtilegt að fylgjast með því og sjá loksins goggunarröðina sem að er í gangi þarna..

t.d. er það þannig í einu þeirra að þeir elstu þurfa ekki að borga fyrir áfengið sem að keypt er fyrir partýin þeirra..

kostnaðurinn fellur sem sagt á alla nema þá sem eru á elsta árinu og það er nú alveg ágætlega mikið þar sem að þeir halda partý að minnsta kosti 2x á viku þar sem að er alltaf boðið upp á nokkra kassa af bjór

hins vegar var það önnur goggunarröð í einu öðru félaginu hérna sem mér fannst merkilegust.. þar eru það nýju gaurarnir (sem sagt þeir sem teknir voru inn á laugardaginn) sem að fá það hlutverk að þrífa húsið þeirra...

þetta er sem sagt í húsinu sem að ég kalla hippahúsið þar sem að það búa eiginlega ekkert nema hippar þar (grínlaust)... en líka út af því að það er nánast ómögulegt fyrir manneskju að búa þarna nema að hún sé mjöööög mikill hippi í sér..

af hverju?

jú, þar sem að nýju gaurarnir voru ekki teknir inn fyrr en um helgina er ekkert búið að þrífa húsið síðan um miðjan ágúst þegar þeir eldri fluttu inn... og við erum að tala um sirka tíu stráka sem búa saman og detta í það á nánast hverjum einasta degi..

og eftir að hafa fengið að sjá inní herbergin þeirra á laugardaginn þá elsku mamma mín, ég er ekki draslari! hahahhaa!

ég sver að eitt herbergið var eins og yfirgefið fangelsi í afríku.. ein blettótt dýna á gólfinu (ekkert lak), föt og matarmylsnur og ógeð útum allt gólf (ég held allavega að það hafi verið gólf þarna undir, ég sá það samt ekki)..

ég var eiginlega mest hissa á því að hafa ekki séð rottuveislu þarna inni en kakkalakkarnir hafa nú pottþétt verið á fullu þarna einhversstaðar undir öllu ógeðinu..

svo deila þeir allir einu risa baðherbergi svo að þið getið ímyndað ykkur hvernig það leit út.. ég hefði ekki farið í sturtu þarna þó að ég fengi milljón fyrir!

t.d. var dauður kakkalakki á miðju gólfinu sem að tveir strákarnir sögðu mér (mjög stoltir) að þeir væru að geyma um leið og annar þeirra ýtti við kvikindinu með öðrum fætinum til að sýna mér að hann væri alveg dauður...

guð hvað ég vona þeirra vegna (þó að ég viti að þeim sé slétt sama, þeir eru ekki hippar fyrir ekki neitt) að einhver af nýju gaurunum kunni að skúra..

og líka að einhver þeirra kunni að laga loftræstinguna þar sem að hún er víst búin að vera biluð í heilt ár.. en það er nú alveg ástæða fyrir því að hún er búin að vera biluð í heilt ár.... again, hippunum er slétt sama!

hef ég einhvern tímann sagt að ég elska þennan stað? hahaha! :)

eva
(sem er búin að finna svalasta plaggat í heimi fyrir ljótu skápahurðina sína)

Wednesday, September 09, 2009

jæja núna er helgarfríið loksins að verða búið...
það var labor day í gær svo að það var frí í skólanum og svo er ég aldrei í tímum á þriðjudögum svo að ég er búin að eiga alveg frekar langa helgi...

helgin var nú samt frekar róleg þar sem að það fara næstum allir heim til sín yfir þessa helgi.. campusinn var næstum því alveg tómur..

------------------------

tölvan sem ég keypti um daginn var búin að vera með endalaus leiðindi við mig.. frjósandi daginn út og inn svo að ég ákvað að fara með hana til baka í dag og reyna að fá nýja tölvu...

ég bjóst nú við því að þeir myndu nú taka sér allavega tvær vikur í að skoða tölvuna og athuga hvort hægt væri að gera við hana og svo framvegis eins og viðhorfið er alltaf heima...


en nei, nei.. eftir að verkstæðisgaurinn hafði skoðað hana að utan í svona 2 mín rétti hann mér blað og sagði: farðu með þetta niðrí afgreiðslu og þeir láta þig fá nýja tölvu..

easy peasy..

ég og vinur minn sem skutlaði mér þangað vorum nú bara frekar ánægð þar sem að við bjuggumst nú við að vera heillengi þarna inni og standa í rökræðum við gaurinn um hvort að tölvan væri biluð eða ekki..

svo að núna er ég inní íbúð rosa ánægð með nýja og shjæní tölvu sem að svínvirkar.. svona á almennileg þjónusta að vera:)

------------------------

ég held að ég sé búin að læra 5 þúsund sinnum meira heima á þessum tveim vikum í námi hérna heldur en ég hef gert á öllum önnunum mínum í hí til samans!

það er brjálæðslega mikið lesefni fyrir hvern einasta tíma og bekkirnir eru yfirleitt frekar litlir svo að það þýðir ekkert að ætla að sleppa því að lesa.. tímarnir snúast nefnilega oftast uppí umræður og þá er eiginlega möst að vita eitthvað...

en þetta er bara gott mál því að ég er að læra alveg hrikalega mikið af þessu... t.d. kann ég í fyrsta skipti almennilega muninn á klassískum realisma og strúktúral realisma bara eftir það að vera í 7 manna bekk þar sem að kennarinn spjallar almennilega við mann (þ.e.a.s. á mannamáli) um þessar kenningar.

ég verð sem sagt orðin séní í leiðinlegum kenningaskólum þegar ég kem heim! múhahaha! :)

annars er ekki allt lesefnið svona leiðinlegt... t.d. er ég að lesa the godfather í einum áfanganum núna og fer svo að lesa bók um gandhi seinna í vetur... spennó!

------------------------

jææææja.. halda áfram að læra svo að ég verði mögulega búin með heimavinnuna fyrir miðnætti!

eva

ps.

adressan mín sem ég er alltaf búin að gleyma að láta alla fá:

Eva Karlsdottir
SU Box 6012
1001 E. University Ave.
Georgetown, TX 78626
USA

pakkar og bréf af öllum stærðum og gerðum velkomin!
(sérstaklega ef að þeir innihalda íslenskt nammi! hahaha)

Monday, August 31, 2009


skólinn hérna er með alveg rosalega sérstakt kerfi þegar kemur að því að taka próf...

þegar maður byrjar í námi hérna þarf maður að skrifa undir "honor code" sem að er svona:


"As a student of Southwestern I hereby pledge my full support to the Honor Code. I pledge to be honest myself, and in order that the spirit and integrity of the Honor Code may endure, I pledge that I will make known to the Honor Code Council any case of academic dishonesty which I observe at Southwestern."

maður skrifar nafnið sitt undir þetta í rosa fína bók og það þýðir að þú ætlir ekki að svindla á meðan þú stundar nám við skólann...

svo þegar kemur að því að skila inn einhverju sem metið er til eininga (hvort sem að það er venjulegt próf, heimaverkefni, ritgerðir eða heimapróf) fellur það allt undir þennan "honor code"...

sem sagt.. áður en maður skilar eintakinu inn skrifar maður neðst á það:

"I have acted with honesty and integrity in producing this work and am unaware of anyone who has not" og kvittar svo undir það..

þetta þýðir að þú hafir ekki svindlað og hafir ekki orðið vitni að neinu svindli...

og það besta er...

að fyrst að þetta kerfi er í gangi þá fara allir kennararnir útúr stofunni á meðan tekin eru próf!


þeir treysta nemendunum fyrst að þeir sverja að þeir hafi ekki svindlað...

ég ætla ekki einu sinni að ímynda mér hvernig þetta kerfi myndi ganga í hí... HAHAHAHAHA!

--------------------------------

allavega þá var helgin alveg mögnuð... ég fór á föstudeginum til austin með herbergisfélaganum og foreldrunum hennar að sjá wicked, broadway söngleik sem er að túra um bandaríkin..

laugardaginn fórum ég og warren með vinkonu okkar á djammið niðrí Austin og það var algjör gargandi snilld! aðal djammgötunni er alveg lokað fyrir bílaumferð og það er alveg stappað af fólki en samt ekki það mikið að maður þurfi að bíða í endalausum röðum..

við enduðum svo kvöldið með stoppi á whataburger sem er nokkurn veginn texas útgáfan af mcdonalds... ástæðan fyrir því að hann varð fyrir valinu er sú að í hvert skipti síðustu vikurnar sem að við höfum sagt fólki að við höfum ekki farið þangað fær fólk gjörsamlega kast! það skilur ekkert í fólki sem sé búið að vera í texas í tvær vikur án þess að fá sér
whataburger..
allavega er þetta sem sagt svona texas útgáfan af mcdonalds, þ.e.a.s. með aaaaalvöru börgerum (svona miðað við skyndibita allavega)... held allavega að ég muni ekkert fara á elsku makkadí hérna á meðan ég hef whataburgerinn..

kveðja

eva

(sem borðaði sveitta grilled cheese samloku og pönnukökur í kvöldmat í gær)

Friday, August 28, 2009


eitt af því sem að fylgir því að vera útlendingur hérna er það að það þekkja þig allir... Um 90-95% af nemendunum hérna koma frá texas og svo eru nokkrir sem að koma frá öðrum fylkjum en ég held að við útlendingarnir hérna séum ekki mikið fleiri en 10 (við skiptinemarnir þrír plús nokkrir krakkar sem eru í fullu námi hérna..)

þetta þýðir það að þegar fólk er kynnt fyrir manni gleymir það manni sjaldnast... hins vegar munum við warren aldrei hvað fólk heitir (sérstaklega þar sem að við erum oftast alveg vel ölvuð þegar við hittum nýtt fólk)..

svo það klikkar ekki að á hverjum degi hitti ég fólk sem heilsar mér og fer að spjalla við mig og ég hef bara ekki minnstu hugmynd um hvað það heitir eða hvar ég hitti það til að byrja með...

t.d. er einn strákur sem að ég, á einhvern ótrúlegan hátt, rekst á allavega 2-3 sinnum á dag.. í hvert eiiiiiiiiiiiinasta skipti kallar hann "hey eva! hiii!" og það eina sem kemur uppúr mér er "hiiiii!" og vandræðalegt bros því að ég hef ekki hugmynd um hvað hann heitir..

núna er ég örugglega búin að hitta hann svona 50 sinnum svo að það að spyrja hann hvað hann heitir er ekki inní myndinni lengur (það yrði bara aðeins of vandræðalegt samtal).. svo að þangað til að ég kemst einhvern veginn að því hvað hann heitir þá er hann bara "hæ gaurinn" :)

-----------------------

akkúrat núna er hópur af liði fyrir utan íbúðina mína að spila einn allra asnalegasta boltaleik sem ég hef séð.. það hleypur um með þúsund bolta af mismunandi stærðum, er búið hengja upp húllahringi útum allt og markverðirnir verja markið með kústum...

jú..

þetta er hópur af harry potter nördum að spila quidditch... hahahaha! ég fæ alveg kjánahroll niðrí tær þó að þetta líti nú út fyrir að vera bara hin fínasta skemmtun...

-----------------------

auðvitað tókst mér að týna húslyklunum mínum... og það líka inní íbúðinni..

allavega þá kom ég heim eftir tíma í gær og var að senda sms um leið og ég labbaði inn svo að seinna um daginn mundi ég ekkert hvar ég hafði látið lykilinn frá mér..

eftir að hafa leitað gjörsamlega alls staðar er ég eiginlega alveg viss um að ég hafi bara gleymt lyklinum í skránni og einhver hafi tekið hann... finnst eiginlega ekkert annað koma til greina..

en já.. ég eyddi sem sagt ágætum 10 mínútum með lásasmiðnum hérna áðan að skipta út lásnum
sem að kostar mig líklega eitthvað í kringum 100$..

rosa frábært..

-----------------------

í gær fórum við warren út að borða með tveim vinum okkar á ekta tex mex stað... þannig að ef að einhver vill koma hingað í heimsókn þá veit ég um staðinn þar sem hægt er að fá bestu margariturnar í öllum aaaaalheiminum! tequila hefur aldrei bragðast eins vel!

allavega var þetta alveg geggjaður staður og hann varð alveg ennþá meira spennandi þegar veðrið snarbreyttist og það voru þrumur og eldingar útum allt.. okkur útlendingunum fannst það auðvitað alveg meeeega spennandi.. litum örugglega út eins og fífl öskrandi úúúúúúúúúúú! í hvert skipti sem að við sáum eldingu hahaha!

eftir matinn var ferðinni enn og einu sinni heitið yfir í ka húsið sem er, að mínu mati, skemmtilegasta frat húsið hérna.. þar komumst við að því að þessi bjórkvöld sem að eru haldin hérna alla miðvikudaga (þau kalla þessi kvöld study break) eru ekkert bara smá bjórkvöld heldur eru þetta bara mega partý.. sem er náttúrulega ekkert leiðinlegra;)

þannig að það var smá þynnka í morgun.. bara smááá..

-----------------------

helginni verður eytt í það að skoða austin sem að við höfum ekki getað gert nógu mikið af hingað til... og í að fá sér kannski einn bjór :)

eva,
sem er eins og þið sjáið strax orðin að ekta redneck...

Friday, August 21, 2009

jaeja!

nu alveg kominn timi til ad madur lati eitthvad adeins heyra i ser herna...

allavega..

-eg kom hingad a leidarenda a thridjudaginn og dagurinn for ad mestu i thad ad na i lyklana og koma ser fyrir.. og sofa eins og steinn!

-thad er alveg faranlega heitt herna enda er einhver hitabylgja i gangi.. eg held ad hitinn se nuna buinn ad fara upp fyrir 100 F i um 60 daga i rod... thad var allavega mjog skritid i gaerkvoldi ad fara inni bil um kl 21:00 og sja hitamaelinn syna 35 C.

-ibudin er mjog fin en eg er samt ekki enntha buin ad sja stelpuna sem eg by med.. hun bjo vist herna i sumar en er heima hja ser nuna og kemur aftur hingafd um helgina..

-ad fa simanumer herna er alveg eins rosalega mikid vesen og hugsast getur.. thurfti ad skrifa undir endalausa samninga.. eeeen eg er komin med numer svo ad bara call me call me! haha!

-vid erum thrir skiptinemar herna.. eg, warren fra nordur irlandi og leonardo fra italiu.. italinn verdur reyndar bara herna i eina onn en irinn verdur jafn lengi og eg.

-thad tok mig alveg heila tvo daga ad fatta hvernig sturtan virkar inna badinu minu.. var ogedslega anaegd i gaermorgun thegar eg fattadi loksins hvernig hun virkar svo ad nuna get eg farid i venjulegar sturtur en ekki bara eitthvad mini-bad..

-a midvikudaginn forum vid i sma ferd til austin og saum staerstu borgar-ledurbloku nylendu i heimi.. sem sagt hellingur af ledurblokum sem ad bua undir einni brunni thar og um leid og thad fer ad rokkva a kvoldin fljuga thaer allar einhvert burt til ad fara ad eta... vid komum akkurat a theim tima og thad var alveg faranlega svalt ad sja thetta!

-eg er ekki enn komin med tolvu svo ad eg fer alltaf a bokasafnid til ad komast a netid.. eg er samt buin ad fara i target og kaupa allskonar dot sem eg thurfti fyrir herbergid en eg aetla ad lata tolvuna bida thangad til eg er buin ad kaupa allar baekurnar sem eg tharf...

-eg og warren forum i fyrsta bandariska haskolapartyid okkar i gaer og eg efast um ad vid hefdum getad skemmt okkur betur.. vid vissum ekkert vid hverju vid attum ad buast en svo koma i ljos ad thetta var nakvaemlega eins og i biomyndunum.. risa bjorkutur, raud plastglos og svo kom loggan og bostadi partyid! hahaha! okkur fannst thad nu bara mega spennandi thar sem ad vid erum baedi ordin 21 ars og thurftum thvi ekki ad hafa neinar ahyggjur af thvi ad vera tekin af loggunni.. annad en sumir tharna sem ad stukku uti bakgard til ad fela sig um leid og einhver sagdi ad loggan vaeri maett!

-eftir ad loggan stoppadi allt fjorid faerdum vid partyid yfir i ka husid sem er eitt af fraternity husunum herna (held ad thau seu fjogur allt i allt)... thetta er risa stort tveggja haeda hus, a efri haedinni eru svefnherbergin en nedri haedin er full af allskonar stoffi eins og bordtennisbordi, fussballbordi, trommum, gitorum, risa sjonvarpi og playstation.. thetta er sem sagt eiginlega eins mikid party hus og madur getur imyndad ser... allavega skemmtum vid okkur alveg faranlega vel og thad er alveg a hreinu ad manni a ekki eftir ad leidast herna i vetur

-i dag er eg sem sagt thunnari en allt og nenni ekki ad gera neitt sem er bara fint thvi ad thad er engin skipulogd dagskra fyrir okkur um helgina

-eg lofa ad eg hendi inn helling af myndum thegar eg er komin med tolvu sem virkar!

eva

Monday, August 10, 2009

sjö


flugmiðinn útprentaður- tjekk!

hótelbókunin útprentuð- tjekk!

dollarar í veskið- tjekk!

kaupa ferðatösku- tjekk!

byrja að pakka niður- tjekk!

vita ekkert hvað á að pakka- tjekk!

pakka óvart öllum fötunum sem ég ætla að nota um helgina- tjekk!

panikka smá yfir því að vera föst í rvk næstu daga og geta eiginlega ekki pakkað meira fyrr en um helgina- tjekk!

ganga frá öllum pappírum- tjekk!

panta alþjóðlegt ökuskírteini sem er meira að segja líka á arabísku- tjekk!

fylla tölvuna af yndislega hallærislegum en samt æðislegum íslenskum lögum- tjekk!


to do:

vinna smá...

troða sænginni minni og koddanum í aðra ferðatöskuna..

fylla restina af töskunum af draumi, harðfiski, þristi og ópal..

segja bæ..

ef ég bara ætti svona!
(veit samt ekki hversu girnó hún væri eftir sólarhrings ferðalag)

Wednesday, July 22, 2009

tuttugu og sjö....

núna er þetta allt að skýrast...

hérna mun ég búa næsta árið..


ég var sem sagt það heppin að ég lendi í íbúð en ekki í einhverju litlu herbergi með klósetti fram á gangi með fullt af öðru fólki... ég er sem sagt að fara að deila íbúð með annarri stelpu (sem ég stend í ströngu við að finna á facebook.. sýnist það allt vera að takast) en ég fæ mitt eigið herbergi og það sem er yndislegast við þetta..

ég er með mitt eigið baðherbergi.. ALEIN! jááááááá!


íbúðin er fullinnréttuð svo að það er víst sófi, hægindastóll og sófaborð bíðandi eftir manni plús að við verðum með mini eldhús með litlum ísskápi og örbylgjuofni (mitt fyrsta verk mun að sjálfsögðu vera það að splæsa í brunarvarnateppi ef það er ekki á staðnum hahaha!)


þetta er víst inngangurinn þegar maður kemur inní herbergið með skrifborði þarna fremst við hurðina..

mér sýnist nú alveg vera hægt að gera þetta ágætlega kósí en ég efast samt að það verði svona mikill texas fílingur í mínu herbergi hehe :)

svo komst ég líka að því um daginn mér til mikillar gleði að það er víst dani þarna í skólanum svo að ég verð ekki eini norðurlandabúinn á svæðinu

annars styttist í flutninga úr eggertsgötuhöllinni... það verður nú bara kósí að eyða síðustu vikunum heima :)

Thursday, July 02, 2009

fjörtíu og sjö

allt gott að frétta af strætó...

sérstaklega af góðvini mínum, þ.e.a.s. hvítskeggjaða strætóbílsstjóranum sem ákvað að sleppa bara að fylgja leiðinni um daginn og keyrði í staðinn bara þær götur sem hann vildi...

þessi wild day hjá hr. strætó kostaði mig auka 10 mínútna labb í vinnuna..

takk fyrir það

--------

sundkortið er ennþá ónotað í bili.. hmmmm

sund á morgun

eða hinn..

--------

vero moda eru komnir með mér í sparnaðarátakið mitt... reyndar alveg óumbeðnir

öryggishliðin hafa nefnilega tekið uppá því að pípa á mig alveg endalaust þegar ég labba inn eða út úr búðinni... pípin virðast vera alveg bara eftir hentugleika því að stundum get ég labbað inn án þess að það pípi og lennt svo í því að það pípi á mig þegar ég labba út

eeeeða

að það pípi á mig þegar ég labba inn en snarþegi svo þegar ég labba út..

þar er nokkurn veginn eins og það sé einhver radar inní þeim sem að skynjar að maður eigi ekkert að vera þarna inni þar sem að maður eigi nú örugglega ekki eftir að kaupa neitt:

"BÍÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍÍÍP ÞESSI Á EKKI EFTIR AÐ KAUPA NEITT AF ÞVÍ AÐ HÚN ER AÐ SPARA (PLÚS AÐ HÚN ER EKKI MEÐ KREDITKORTIÐ Á SÉR!) BÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍP"

allavega virkar þetta, ferðum mínum í vero moda hefur snarfækkað..

--------

stundataflan fyrir southwestern er komin í hús... aaaaaah

reyndar náðu elskurnar þarna reyndar að klikka á því að skrá mig í american politics en því verður kippt í liðinn þegar ég mæti út með smá spjalli við prófessorinn...

annars er stundataflan alveg mjög svo æðisleg... kúrsarnir sem ég er skráð í eru:

religion & politics in america
nations and nationalism
topics in comparative politics
modern latin america

er rosalega spennt fyrir fyrstu tveimur kúrsunum... á eftir að elska þá...

alveg jafn mikið og ég elska það að ég verð í fríi alla þriðjudaga og fimmtudaga...

í tilefni af þessum fríum hef ég ákveðið að endurnefna þessa daga...

frá og með 17. ágúst heitir þriðjudagur: "sleep-until-noon and tan for the rest of the day I"-dagur

og fimmtudagur mun heita: "sleep-until-noon and tan for the rest of the day II"-dagur


ókei.. díll?

díll!

Sunday, June 21, 2009

57 dagar!

ég er að upplifa nýjan heim þessa dagana..

strætó..

það er alltaf fjör í strætó...

t.d. var gaman að fylgjast með bilaða kallinn á fimmtudaginn sem að gekk í hringi á hlemmi alveg brjálaður útí gagnstéttina og öskraði aftur og aftur á hana: "neeeei!! þetta er ekki rétta stálið!... neeeeei!"

svo var það úber þunni gæjinn í strætó í hádeginu í dag á leiðinni heim af djamminu með einn glæsilegasta samfarahnakka sem ég hef nokkurn tímann séð... svipurinn á honum gaf það líka til kynna að hann hefði ekkert verið of sáttur með næturgistinguna sína...

þetta hefur örugglega verið:

a) hann vaknaði og laumaði sér út af hræðslu við það sem hann sá við hliðina á sér

eða

b) hann: geturu skutlað mér heim?
hún: nei ég er bara sextán

aðrir möguleikar fá ekki að vera með í þetta skiptið..

----------------

operation hjólað í vinnuna er á hold eins og er.. þ.e.a.s. alveg síðan að ég kíkti á ofur ryðguðu keðjuna á hjólinu og sá að hún myndi slitna strax við fyrstu brekku.. þetta verður samt fixað og ég skal hjóla í vinnuna einhvern tímann í sumar..

aaaalveg eins og ég mun nota sundkortið!

í alvöru

ekki djók.

---------------

ég eldaði mér kjúkling og hrísgrjón um helgina... tilkynni samt að íbúðin er a-okay!

---------------

flugmiðinn frá boston til austin kominn í hús...

hótelið í boston líka..

svo fékk ég að vita það að stelpan sem verður herbergisfélaginn minn úti er víst komin með emailið mitt og ég á bara að bíða eftir því að hún hafi samband..

hah!

ekki sjens að ég hafi þolinmæði í svoleiðis..

langar að vita þetta núna núna núúúúna..


eva- óþolinmóða

Sunday, June 14, 2009

hvernig á að sjóða vatn..

a) þú verður í fyrsta lagi að ná í pott með vatni og setja hann á helluna

b) kveikja á hellunni með pottinum á..

c) þá er þetta eiginlega bara komið


hversu flókið?

ekki neitt

samt náði ég að klikka á þessu í kvöld, nánar tiltekið á atriði b.

ég ákvað sem sagt að kveikja ekki á hellunni með pottinum heldur kveikti ég, einhverra hluta vegna, frekar á hellunni sem að viskustykkið mitt lá á..

gott múv eva, gott múv!

svo sat ég bara í kósíheitum uppí rúmi þangað til að ég heyrði allt í einu "bavúmm!" og leit við og sá risa bál á miðri eldavélinni...

þarna kom sér vel að eiga eldvarnarteppi en ég náði í einhverju panik kasti að skella því yfir eldinn.. og já það svínvirkar:)

skrýtið samt hvað maður reynir að rifja upp allt sem maður á að gera svona á kafi í reyk.. opna útidyrahurðina tjekk! opna svalahurðina tjekk! eldhúsviftan á fullt tjekk! og meira að segja allir vatnskranar og sturtan á fullt tjekk! enda hvarf reykurinn hratt og vel en eftir sat óóóóóógeðsleg stybba..

núna ligg ég allavega uppí rúmi með sviðann í augunum í íbúðinni sem lyktar eins og brunninn eldspýtustokkur... og á ekkert viskustykki lengur (nýbúin að henda hinu af því að mér fannst það blettótt! hahahaha! það er þó allavega ekki kolamoli eins og hitt!)


kv,

eva- burn survivor

Saturday, June 13, 2009

var að afgreiða mann í dag..

hann: notar maður ekki cointreau til að gera cosmopolitan?
ég: jú eða triple sex (um leeeeið og ég sleppti orðinu fattaði ég vitleysuna.. fokk fokk fokk!)
hann: ha?
ég: nei ææjii.. triple sec, maður notar cointreau eða triple sec. (þarna var orðið of seint að reyna að bjarga sér.. miðað við glottið framan í honum heyrði hann alveg hvað ég sagði fyrst)
hann: já ókei, takk.
ég: ekki málið (kill me)


-----------------------


júlí fer alveg að koma.. eða svona næstum því..


þá stend ég á milli tveggja valkosta


a)
kaupa ljótt strætókort á 5000 kall og taka strætó í vinnuna á hverjum morgni...

b)
nota peninginn frekar í það að kaupa sundkort og hjóla svo í vinnuna á hverjum morgni og fara af og til í sund eftir vinnu..

eins og staðan er núna er svarið
BJÉÉÉ! DING DING DING!

það stefnir sem sagt í heilsumánuð í júlí eins og staðan er núna en eins og öllum öðrum líkamsræktar áformum mínum er þessu tekið með gríðarlegum fyrirvara


það kemur svo bara í ljós í enda júlí hversu mörgum þúsundköllum ég eyddi óvart í að kaupa staka strætómiða þar sem að ég nennti ekki að hjóla í vinnuna..

-----------------------

annars er það að frétta að það eru....

66 dagar!
66 dagar!
66 dagar!
66 dagar!

ooooog nú er komið miðnætti..

65 dagar!
65 dagar!
65 dagar!
65 dagar!


eeeeeva

Thursday, June 04, 2009

75 dagar..

.. and then I'll be lost in boooooston!

flugmiðinn til boston er kominn í hús, búið að borga fyrri önnin, búin að sækja um dvalarleyfi og fer í dvalarleyfisviðtalið í fyrramálið svo að þetta er allt að koma!

það er nú meira hvað maður leggur á sig fyrir þetta, t.d. var ég rænd af búttaðri ljósmyndarakonu með rauðan varalit í morgun þegar ég var neydd til þess að borga 5400 kall fyrir amerískar passamyndir!

ég er allavega orðin nokkuð viss um það að þessar myndir sem hún tók af mér hljóti að vera alveg rosalega stórfenglegar miðað við verðið sem ég borgaði fyrir þær... ég gæti kannski prófað að selja þær á ebay? set svo inn einhverja magnaða lýsingu: PASSPORT PHOTO OF A POOR STUDENT! TAKEN AT 9 O'CLOCK IN THE MORNING SO SHE IS EXTREMELY TIERD AND GRUMPY LOOKING! ORIGINAL COPY! ONLY SIX COPIES IN THE WHOLE WORLD! A VERY COSTY PICTURE, IT IS PRINTED ON GOLD! MINIMUM OFFER: $1.000.000!

þær myndu rooookseljast!

alltaf jafn gaman af því þegar fólk sem er á svona svimandi háu mínútukaupi sér á svipnum á manni að maður er ekki alveg að fýla upphæðina... þá kemur alltaf svona vandræðalegt móment og það reynir að covera glæpinn einhvernveginn..

eins og t.d. konan í morgun sem að brosti svona svakalega vandræðalega til mín eftir að hún sá spurningamerkið framan í mér þegar ég var búin að komast að því hvað þessar blessuðu myndir kostuðu. Síðan reyndi hún að bjarga sér með því að spyrja mig hvað ég væri að fara að gera úti, henni tókst nú samt að klúðra því með því að reyna svo alltof mikið að vera áhugasöm.. "ertu að fara útí nám? aaahhh.. sniðugt.. jáááá rosalega sniðugt.. aaahh"

gott fyrir hana að hún fór í ljósmyndarann en ekki leikarann..

(og já ég er rosalega bitur útí kellinguna! hahahha!)

---------------

öllum prófum náð og ég er í skýjunum með það að þurfa ekki að stíga fæti inní odda aftur fyrr en eftir rúmt ár...

ég kvaddi þessa elsku mína samt sem áður með stæl, eyddi með honum langri föstudagsnótt með redbull, snakki og NATO... sveittari oddi hefur varla sést

ég mæli samt ekki með því að vera alein inní odda um miðja nótt um leið og öll ljósin í byggingunni slokkna uppúr þurru... eeeekki sniðugt

---------------

ég auglýsi hér með eftir útilegum í sumar (allt tal um verslunarmannahelgina er samt sem áður bannað).. ég fékk nefnilega hörku 66° norður bakpoka, húfu og vettlinga frá vinnunni í dag og þessir vettlingar skulu halda utan um bjór í sumar!

útileguuppástungur: einn, tveir og go!

eva sem vill fara í útilegur

Thursday, April 23, 2009

það var gaur í vinnunni í dag að spjalla við einhvern annan og sagðist vera með "chuck bass plan" í gangi...

a) eru í alvörunni til gaurar sem horfa á gossip girl?

og þá er ég ekki að meina að hafa séð 5 mín úr einum þætti heldur horft það mikið á þá til þess að geta skilgreint hvað "chuck bass plan" er..

b) eru í alvörunni til gaurar sem horfa á gossip girl og viðurkenna það svo með því að halda uppi svona samræðum?

c) er nokkur lifandi maður sem gæti pullað "chuck bass plan" af annar en chuck bass sjálfur?

nei.. hélt ekki..

langaði að segja þessum drengstaula að gleyma þessu bara, þetta væri bara lost case þar sem að hann hefði hvorki lúkkið, fatasmekkinn né sjarmann og eflaust ekki millurnar.. en ég hafði mig ekki alveg uppí það, spurði hann bara í staðinn hvort að hann vildi poka.

-------------------

ég þarf víst að fara að kjósa á laugardaginn og veit ekkert í minn haus..

ákvað að taka svona próf á xhvad.is til að sjá hvort að það myndi laga þetta vandamál og viti menn..

ég er með undir 30% samsvörun með öllum flokkunum..

vá frábært..

ég er eiginlega ennþá ráðviltari núna en ég var... en samkvæmt þessu prófi þá var frjálslyndiflokkurinn hæstur hjá mér með tæp 30 %...

frjálslyndir?

aaaaldrei í lífinu!

-------------------

hversu líklegt er að ég nái að klára 15 bls ritgerð fyrir sunnudaginn þegar ég byrjaði á henni í dag? þeas ég skrifaði bara hálfa blaðsíðu um leið og ég sá allan lífsviljann minn lauma sér varlega frá mér og taka svo sprettinn útúr odda

eftir sat ég lífsvilja laus, með 14 og hálfa bls eftir og vondan mat úr hámu...

tek tilraun númer tvö á þetta í fyrramálið.

-------------------

í hvernig kistu grefur maður gluggagæji?

gluggakistu!

hahaha!

-------------------

núna eru liðnar tæpar 2 klst af íslensku sumri og hitinn í reykjavík er 2° á celcius..

núna er klukkan hins vegar að verða níu að kvöldi til í austin, texas og þar eru 29° á celcius.....

aaaaahh, get ekki beðið:)

Wednesday, April 15, 2009

Brussel- Bruxelles- Brussels

mögnuð ferð til Brussel afstaðin og hér kemur "óformlegi lærdómur" ferðarinnar..

belgar eru með mjög misjafnan fatasmekk.. t.d sáum ég og helga frekar mjög holduga gellu í stuttum bol og mjög svo ógirnilegum svörtum latex/leðurbrókum á vappinu á miðri verslunargötunni og svo 10 metrum seinna sáum við bróður þessa gaurs..


ég sver það að þeir voru aaaaalveg eins fyrir utan að hinn var í öööörlítið síðari stuttbuxum og toppaði svo allt dæmið með því að vera í demin bol líka... má svona??

svo sá ég nú slatta af fólki í jökkum og með trefla í 20° hita.. are you robots?

------------

í belgíu er það þannig að ef þú biður um lítinn candyfloss þá færðu stórann..

hins vegar ef þú biður um stórann candyfloss þá færðu eitthvað sem ég veit eiginlega ekki ennþá hvað er..
takið eftir því að "litli candyflossinn" hennar helgu er jafn stór og hausinn hennar! virkar samt eins og dvergur við hliðina á mínu skrímsli.. svo er hægri höndin mín líka horfin inní hann þarna, veit ekki alveg hvert..

------------

í belgíu fást bestu vöfflur í heimi.. ekki nóg með þær að þær séu mega stórar, með rjóma, ferskum jarðaberjum og sjúklega góðri heitri súkkulaðisósu yfir heldur er líka sykur inní vöflunum sjálfum! hvaða meistari fann uppá þessu?


þetta er ekkert djók!

------------

í belgíu er meðal klósettstærð sirka 1,5 fermeter... þar er líka vinsælt að hafa ekki klósett inná baðherbergjunum heldur hafa annað sér 1 fermetra herbergi undir klósettið þar sem maður þarf að standa ofan á klósettinu til að geta lokað hurðinni.. sem gerir klósettferðina mun ævintýralegri

------------

í belgíu er rosalega góður tælenskur matur.. þarf ekkert að ræða það neitt frekar! :)


------------

belgar eru að mínu mati ekkert rosalega falleg þjóð (takið eftir að ég er ekki að segja ljót! hahaha! :))..

hvernig er hægt að eyða viku í rúmlega milljón manna borg án þess að sjá einn myndarlegan karlmann? ég hélt að þetta væri ekki hægt! ég taldi mig reyndar sjá einn myndarlegan þarna rétt í lokin en aðrir bentu mér kurteisislega á að ef ég teldi hann myndarlegan væri standardinn minn eflaust búinn að lækka eitthvað í vikunni.. svo að nei.. enginn hr. myndarlegur í bruxelles!

------------

í belgíu eru kirkjur þar sem er búið að gera hólf utan í kirkjuveggina (að utanverðu) sem fólk getur pissað í! sem sagt pissað um leið og þú ferð með faðir vorið.. amen!

------------

talandi um trú þá er vinsælt í sumum hótelherbergjum í belgíu að kunna bæði faðir vorið og trúarjátninguna.. þó svo að það kunni þetta ekki allir þrátt fyrir margar tilraunir..

------------

í belgíu er rosalega mikið af bjór..

Sunday, April 12, 2009

everything's big in texas..

það er staðfest...


við erum að tala um það að 14. ágúst 2009 verð ég komin hingað..


Southwestern University, Georgetown, Texas!


campusinn er svo flottur að ég á ekki til orð!

lovely..


þetta eru hjól sem standa nemendum til boða inná campusnum.. ég verð hjólandi útum allt á svona gulu tryllitæki

lukkudýr skólans er ekki bangsi eða ugla eða eitthvað svoleiðis lame heldur erum við að tala um pirates!! raawwrrr! (algjörlega þema að mínu skapi!)

ein tegundin af "stúdentagörðunum"


aðalbyggingin þar sem bóksalan, mötuneyti og fleira er..

campus..


b-e-a-uuuutiful!

þetta er víst bókó..

og svona er campusinn á vorin.. váááááá..


get ég farið núúúúna? ha? ha?? núna! ha?