Thursday, April 23, 2009

það var gaur í vinnunni í dag að spjalla við einhvern annan og sagðist vera með "chuck bass plan" í gangi...

a) eru í alvörunni til gaurar sem horfa á gossip girl?

og þá er ég ekki að meina að hafa séð 5 mín úr einum þætti heldur horft það mikið á þá til þess að geta skilgreint hvað "chuck bass plan" er..

b) eru í alvörunni til gaurar sem horfa á gossip girl og viðurkenna það svo með því að halda uppi svona samræðum?

c) er nokkur lifandi maður sem gæti pullað "chuck bass plan" af annar en chuck bass sjálfur?

nei.. hélt ekki..

langaði að segja þessum drengstaula að gleyma þessu bara, þetta væri bara lost case þar sem að hann hefði hvorki lúkkið, fatasmekkinn né sjarmann og eflaust ekki millurnar.. en ég hafði mig ekki alveg uppí það, spurði hann bara í staðinn hvort að hann vildi poka.

-------------------

ég þarf víst að fara að kjósa á laugardaginn og veit ekkert í minn haus..

ákvað að taka svona próf á xhvad.is til að sjá hvort að það myndi laga þetta vandamál og viti menn..

ég er með undir 30% samsvörun með öllum flokkunum..

vá frábært..

ég er eiginlega ennþá ráðviltari núna en ég var... en samkvæmt þessu prófi þá var frjálslyndiflokkurinn hæstur hjá mér með tæp 30 %...

frjálslyndir?

aaaaldrei í lífinu!

-------------------

hversu líklegt er að ég nái að klára 15 bls ritgerð fyrir sunnudaginn þegar ég byrjaði á henni í dag? þeas ég skrifaði bara hálfa blaðsíðu um leið og ég sá allan lífsviljann minn lauma sér varlega frá mér og taka svo sprettinn útúr odda

eftir sat ég lífsvilja laus, með 14 og hálfa bls eftir og vondan mat úr hámu...

tek tilraun númer tvö á þetta í fyrramálið.

-------------------

í hvernig kistu grefur maður gluggagæji?

gluggakistu!

hahaha!

-------------------

núna eru liðnar tæpar 2 klst af íslensku sumri og hitinn í reykjavík er 2° á celcius..

núna er klukkan hins vegar að verða níu að kvöldi til í austin, texas og þar eru 29° á celcius.....

aaaaahh, get ekki beðið:)

Wednesday, April 15, 2009

Brussel- Bruxelles- Brussels

mögnuð ferð til Brussel afstaðin og hér kemur "óformlegi lærdómur" ferðarinnar..

belgar eru með mjög misjafnan fatasmekk.. t.d sáum ég og helga frekar mjög holduga gellu í stuttum bol og mjög svo ógirnilegum svörtum latex/leðurbrókum á vappinu á miðri verslunargötunni og svo 10 metrum seinna sáum við bróður þessa gaurs..


ég sver það að þeir voru aaaaalveg eins fyrir utan að hinn var í öööörlítið síðari stuttbuxum og toppaði svo allt dæmið með því að vera í demin bol líka... má svona??

svo sá ég nú slatta af fólki í jökkum og með trefla í 20° hita.. are you robots?

------------

í belgíu er það þannig að ef þú biður um lítinn candyfloss þá færðu stórann..

hins vegar ef þú biður um stórann candyfloss þá færðu eitthvað sem ég veit eiginlega ekki ennþá hvað er..
takið eftir því að "litli candyflossinn" hennar helgu er jafn stór og hausinn hennar! virkar samt eins og dvergur við hliðina á mínu skrímsli.. svo er hægri höndin mín líka horfin inní hann þarna, veit ekki alveg hvert..

------------

í belgíu fást bestu vöfflur í heimi.. ekki nóg með þær að þær séu mega stórar, með rjóma, ferskum jarðaberjum og sjúklega góðri heitri súkkulaðisósu yfir heldur er líka sykur inní vöflunum sjálfum! hvaða meistari fann uppá þessu?


þetta er ekkert djók!

------------

í belgíu er meðal klósettstærð sirka 1,5 fermeter... þar er líka vinsælt að hafa ekki klósett inná baðherbergjunum heldur hafa annað sér 1 fermetra herbergi undir klósettið þar sem maður þarf að standa ofan á klósettinu til að geta lokað hurðinni.. sem gerir klósettferðina mun ævintýralegri

------------

í belgíu er rosalega góður tælenskur matur.. þarf ekkert að ræða það neitt frekar! :)


------------

belgar eru að mínu mati ekkert rosalega falleg þjóð (takið eftir að ég er ekki að segja ljót! hahaha! :))..

hvernig er hægt að eyða viku í rúmlega milljón manna borg án þess að sjá einn myndarlegan karlmann? ég hélt að þetta væri ekki hægt! ég taldi mig reyndar sjá einn myndarlegan þarna rétt í lokin en aðrir bentu mér kurteisislega á að ef ég teldi hann myndarlegan væri standardinn minn eflaust búinn að lækka eitthvað í vikunni.. svo að nei.. enginn hr. myndarlegur í bruxelles!

------------

í belgíu eru kirkjur þar sem er búið að gera hólf utan í kirkjuveggina (að utanverðu) sem fólk getur pissað í! sem sagt pissað um leið og þú ferð með faðir vorið.. amen!

------------

talandi um trú þá er vinsælt í sumum hótelherbergjum í belgíu að kunna bæði faðir vorið og trúarjátninguna.. þó svo að það kunni þetta ekki allir þrátt fyrir margar tilraunir..

------------

í belgíu er rosalega mikið af bjór..

Sunday, April 12, 2009

everything's big in texas..

það er staðfest...


við erum að tala um það að 14. ágúst 2009 verð ég komin hingað..


Southwestern University, Georgetown, Texas!


campusinn er svo flottur að ég á ekki til orð!

lovely..


þetta eru hjól sem standa nemendum til boða inná campusnum.. ég verð hjólandi útum allt á svona gulu tryllitæki

lukkudýr skólans er ekki bangsi eða ugla eða eitthvað svoleiðis lame heldur erum við að tala um pirates!! raawwrrr! (algjörlega þema að mínu skapi!)

ein tegundin af "stúdentagörðunum"


aðalbyggingin þar sem bóksalan, mötuneyti og fleira er..

campus..


b-e-a-uuuutiful!

þetta er víst bókó..

og svona er campusinn á vorin.. váááááá..


get ég farið núúúúna? ha? ha?? núna! ha?