Sunday, June 14, 2009

hvernig á að sjóða vatn..

a) þú verður í fyrsta lagi að ná í pott með vatni og setja hann á helluna

b) kveikja á hellunni með pottinum á..

c) þá er þetta eiginlega bara komið


hversu flókið?

ekki neitt

samt náði ég að klikka á þessu í kvöld, nánar tiltekið á atriði b.

ég ákvað sem sagt að kveikja ekki á hellunni með pottinum heldur kveikti ég, einhverra hluta vegna, frekar á hellunni sem að viskustykkið mitt lá á..

gott múv eva, gott múv!

svo sat ég bara í kósíheitum uppí rúmi þangað til að ég heyrði allt í einu "bavúmm!" og leit við og sá risa bál á miðri eldavélinni...

þarna kom sér vel að eiga eldvarnarteppi en ég náði í einhverju panik kasti að skella því yfir eldinn.. og já það svínvirkar:)

skrýtið samt hvað maður reynir að rifja upp allt sem maður á að gera svona á kafi í reyk.. opna útidyrahurðina tjekk! opna svalahurðina tjekk! eldhúsviftan á fullt tjekk! og meira að segja allir vatnskranar og sturtan á fullt tjekk! enda hvarf reykurinn hratt og vel en eftir sat óóóóóógeðsleg stybba..

núna ligg ég allavega uppí rúmi með sviðann í augunum í íbúðinni sem lyktar eins og brunninn eldspýtustokkur... og á ekkert viskustykki lengur (nýbúin að henda hinu af því að mér fannst það blettótt! hahahaha! það er þó allavega ekki kolamoli eins og hitt!)


kv,

eva- burn survivor

No comments: