Thursday, April 08, 2010

síðasta helgi var algjört æði.. það er orðið að markmiði hérna að nýta helgarnar eins vel og hægt er þar sem að það eru nú ekki nema fjórar eftir.. alltof stutt.

á föstudeginum var ferðinni heitið til dallas og kíkt í dallas world aquarium og það var alveg einum of gaman..



ég hitti þennan sem var alveg ofboðslega upptekinn við það að springa úr krútti..
mikið væri lífið nú yndislegt ef að maður gæti átt einn svona sem gæludýr

á laugardaginn ákváðum við krakkarnir að leggjast í smá leiðangur og rölta útað lake georgetown sem er voða fallegt stöðuvatn hérna við bæinn.

þessi litla laugardagsrölt endaði í tveggja tíma göngu áður en við komumst að vatninu þrátt fyrir að það taki bara 10 mínútur að keyra þangað frá campusnum..




í upphafi göngu.. allir hressir og kátir

eftir allt þetta labb komumst við útað vatninu um sex leytið og slöppuðum af í smá stund..


þetta var alveg labbsins virði

en þegar komið var að því að labba til baka voru ekki allir jafn hressir þar sem að sumir voru komnir með blöðrur á fæturnar eftir að hafa gengið í þessa tvo tíma í flipflops..

við, af einskærum gáfum, ákváðum að fara ekki eftir sama göngustígnum til baka en hann lá meðfram ánni sem að rennur í gegnum georgetown.. þess í stað ákváðum við að ganga meðfram veginum sem lá frá vatninu (helst vegna þess að okkur langaði í ís og það eru nú meiri líkur á því að að það sé ísbúð meðfram veginum heldur en ánni) og sjá hvernig (og hvort) hann myndi leiða okkur heim..

við, af enn meiri gáfum, kveiktum illa á því að það var farið að rökkva þar sem að klukkan var nú rúmlega sex og að við myndum líklegast labba hluta af leiðinni í kolniðamyrkri.. sem er ekkert ofboðslega sniðugt á óupplýstum vegi í texas þar sem að það bílstjórar búast engann veginn við því að rekast á gangandi vegfarendur því að það telst jú til einstaklega afbrigðilegrar hegðunnar að labba þegar þú getur keyrt um á pikköpp.

svo að þarna vorum við labbandi í vegarkanntinum á, að því virtist, óendanlega löngum vegi, öll við það að leka niður af þreytu og sáum fram á það að enda sem ein heljarinnar roadkill hrúga í lok kvölds..

en eftir nánast klukkutíma labb sáum við lítinn ljósbláan toyota prius hægja á sér og stoppa útí kannti.. inní honum var yndisleg himnasending, lítil krullhærð sjötug kona með bleikan sólhatt sem bauð okkur öllum far þrátt fyrir að við værum einum of mörg til að passa í bílinn..

við þökkuðum henni kærlega fyrir (ég hef sjaldan verið eins ánægð með það að setjast inn í nokkurn bíl) og hún sagði okkur að hún hafði keyrt fram hjá okkur og við höfðum virst svo ofboðslega týnd að það gæti ekki annað verið en að við værum southwestern nemar sem væru búin að snarvillast (mikið rétt)...

svo að krúttið keyrði okkur aftur til baka útá campus :)

þar sem að upprunalega ætlunin með þessu stórhættulega vegalabbi var að fá sér ís þá ákváðum við að skella okkur í smá ísferð (í þetta sinn á bíl) og verðlauna okkur fyrir einstaklega ævintýralegan dag..



shakes.. svo gott!
camilla með ísinn sinn og warren að panta sinn

alltaf bætist meira og meira á verkefnalistann í apríl.. ég held að ég hafi aldrei verið með svona verkefnabyrði á mér.. en það er alveg merkilegt hvað ég er tiltölulega lítið stressuð þrátt fyrir að vera nánast grafin undir verkefnum.. mottó mánaðarins er klárlega blanda af "ég get, ætla, skal!" og "þetta reeeeeddast"


fyrir utan helgar er oftast ekki meira en tveir dagar á milli verkefnaskila..
ég held ég verði alveg ogguponsu glöð þegar þetta verður búið

en já.. þrátt fyrir þetta verða næstu helgar nýttar eins vel og mögulegt er..
á laugardaginn næsta er stefnan tekin til austin að sjá girl talk spila á útitónleikum.. veðurspáin lofar bara góðu svo að þetta getur ekki klikkað

hérna er meistari girl talk að verki fyrir þá sem að ekki þekkja..



þessi maður er algjör mashup snillingur.. fær mann alveg til að dilla bossann! :)



jæja..

farin að lesa

eva