Wednesday, July 22, 2009

tuttugu og sjö....

núna er þetta allt að skýrast...

hérna mun ég búa næsta árið..


ég var sem sagt það heppin að ég lendi í íbúð en ekki í einhverju litlu herbergi með klósetti fram á gangi með fullt af öðru fólki... ég er sem sagt að fara að deila íbúð með annarri stelpu (sem ég stend í ströngu við að finna á facebook.. sýnist það allt vera að takast) en ég fæ mitt eigið herbergi og það sem er yndislegast við þetta..

ég er með mitt eigið baðherbergi.. ALEIN! jááááááá!


íbúðin er fullinnréttuð svo að það er víst sófi, hægindastóll og sófaborð bíðandi eftir manni plús að við verðum með mini eldhús með litlum ísskápi og örbylgjuofni (mitt fyrsta verk mun að sjálfsögðu vera það að splæsa í brunarvarnateppi ef það er ekki á staðnum hahaha!)


þetta er víst inngangurinn þegar maður kemur inní herbergið með skrifborði þarna fremst við hurðina..

mér sýnist nú alveg vera hægt að gera þetta ágætlega kósí en ég efast samt að það verði svona mikill texas fílingur í mínu herbergi hehe :)

svo komst ég líka að því um daginn mér til mikillar gleði að það er víst dani þarna í skólanum svo að ég verð ekki eini norðurlandabúinn á svæðinu

annars styttist í flutninga úr eggertsgötuhöllinni... það verður nú bara kósí að eyða síðustu vikunum heima :)

Thursday, July 02, 2009

fjörtíu og sjö

allt gott að frétta af strætó...

sérstaklega af góðvini mínum, þ.e.a.s. hvítskeggjaða strætóbílsstjóranum sem ákvað að sleppa bara að fylgja leiðinni um daginn og keyrði í staðinn bara þær götur sem hann vildi...

þessi wild day hjá hr. strætó kostaði mig auka 10 mínútna labb í vinnuna..

takk fyrir það

--------

sundkortið er ennþá ónotað í bili.. hmmmm

sund á morgun

eða hinn..

--------

vero moda eru komnir með mér í sparnaðarátakið mitt... reyndar alveg óumbeðnir

öryggishliðin hafa nefnilega tekið uppá því að pípa á mig alveg endalaust þegar ég labba inn eða út úr búðinni... pípin virðast vera alveg bara eftir hentugleika því að stundum get ég labbað inn án þess að það pípi og lennt svo í því að það pípi á mig þegar ég labba út

eeeeða

að það pípi á mig þegar ég labba inn en snarþegi svo þegar ég labba út..

þar er nokkurn veginn eins og það sé einhver radar inní þeim sem að skynjar að maður eigi ekkert að vera þarna inni þar sem að maður eigi nú örugglega ekki eftir að kaupa neitt:

"BÍÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍÍÍP ÞESSI Á EKKI EFTIR AÐ KAUPA NEITT AF ÞVÍ AÐ HÚN ER AÐ SPARA (PLÚS AÐ HÚN ER EKKI MEÐ KREDITKORTIÐ Á SÉR!) BÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍÍÍÍP BÍÍÍÍÍP"

allavega virkar þetta, ferðum mínum í vero moda hefur snarfækkað..

--------

stundataflan fyrir southwestern er komin í hús... aaaaaah

reyndar náðu elskurnar þarna reyndar að klikka á því að skrá mig í american politics en því verður kippt í liðinn þegar ég mæti út með smá spjalli við prófessorinn...

annars er stundataflan alveg mjög svo æðisleg... kúrsarnir sem ég er skráð í eru:

religion & politics in america
nations and nationalism
topics in comparative politics
modern latin america

er rosalega spennt fyrir fyrstu tveimur kúrsunum... á eftir að elska þá...

alveg jafn mikið og ég elska það að ég verð í fríi alla þriðjudaga og fimmtudaga...

í tilefni af þessum fríum hef ég ákveðið að endurnefna þessa daga...

frá og með 17. ágúst heitir þriðjudagur: "sleep-until-noon and tan for the rest of the day I"-dagur

og fimmtudagur mun heita: "sleep-until-noon and tan for the rest of the day II"-dagur


ókei.. díll?

díll!