Tuesday, September 15, 2009

í fréttum er þetta helst...

ísland 14. desember til 6. janúar!

en fyrst..

NEW YORK 11.- 13 des!

þegar ég sá að það var ódýrara að fljúga heim í gegnum new york heldur en boston var ég nú ekki lengi að velja hvora leiðina ég ætti að fara..

og þegar ég kveikti á því að það var jafn ódýrt að fljúga frá new york á sunnudagskvöldinu og föstudagskvöldinu var það alveg á hreinu að helginni yrði eytt í ny..

maður getur ekki eytt ári hérna úti án þess að sjá þessa borg.. ekki sjens!

svo að þá varð maður að finna einhvern námsmannavænan (aka ódýran) stað til að eyða helginni á og þar sem að öll hótel í new york eru rándýr svona rétt fyrir jól (nema náttúrulega að ég vilji enda sem ghettómatur í harlem) þá var stefnan tekin á að finna eitthvað kósí hostel...

herbergisfélaganum mínum leist akkúrat ekkert á þessa hugmynd hjá mér að vera að ferðast þangað ein (og hvað þá að gista á einhverju hosteli) og af viðbrögðunum að dæma sá hún fyrir sér að ég yrði rænd, kveikt í mér og ég skorin á háls um leið og ég stigi útúr flugvélinni...

jájá..

hinsvegar er það eina sem ég sé fyrir mér times square, amerískar jólaskreytingar og jólatréð við rockafeller center...

ahhhh :)

allavega fann ég lítið og kósí hostel í brooklyn sem lofar mjög góðu... ég er búin að lesa helling af reviews um það og það fer ekki undir 90% í meðaleinkunn á öllum síðum sem ég hef farið á svo að þetta er alveg save fyrir litla stelpu frá íslandi... ég ætti allavega ekki að vera skorin á háls..

---------------------

annars er allt gott að frétta í texas...

það ringdi á föstudaginn

mér fannst það frekar fyndið að háskólinn sendi út email til að vara við rigningunni..

"það er rigning í teeeeexas!!!! ekki fara út að keyra!!!"

hahaha.. yndislegt

---------------------

herbergisfélaginn, eða íbúðarfélaginn frekar, er alveg ágæt.. en við erum algjörlega svart og hvítt á alla vegu.. fatasmekk (hún fílar bleikt, blúndur og blóm), matarsmekk (hún er grænmetisæta), tónlistarsmekk (uppáhaldið hennar er klassísk tónlist), áfengissmekk (þar sem að hún bara drekkur ekki) og húmor, en ég komst svo skemmtilega að því í gær að hún fýlar ekki svartan húmor..

málið er að við sjáumst frekar sjaldan þar sem að við förum alltaf inn og út úr íbúðinni á mismunandi tímum.. og þar sem að það er akkúrat ekkert við að hafast inní stofu hjá okkur þá erum við frekar bara inní herbergjunum okkar..

ég rakst á hana inní eldhúsi í gær og við fórum að tala um það hvernig við hittumst aldrei

ég sagði henni bara að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur af mér nema ef að hún fyndi einhverja rotnandi lykt koma út úr herberginu þá mætti hún hringja á lögguna

svo hló ég eins og vitleysingur..

hún hló bara ekki neitt heldur sagði mér vingjarnlega að segja ekki svona ljótt...

verð að muna það næst: engann svartan húmor við herbergisfélagann.. hahaha

---------------------

á mánudaginn næsta þarf ég bæði að fara í próf og skila heimaprófi... svo að næsta helgi fer öll í það að lesa, lesa, lesa og lesa meira... vúhú...

alveg eins og þessi helgi fór í það að lesa ekki, lesa ekki, lesa ekki og lesa ennþá minna..

á laugardaginn var bid day hjá allavega tveim af fraternity-unum hérna en það er dagurinn þar sem að nýjir meðlimir eru teknir inn.. það var nú alveg frekar skemmtilegt að fylgjast með því og sjá loksins goggunarröðina sem að er í gangi þarna..

t.d. er það þannig í einu þeirra að þeir elstu þurfa ekki að borga fyrir áfengið sem að keypt er fyrir partýin þeirra..

kostnaðurinn fellur sem sagt á alla nema þá sem eru á elsta árinu og það er nú alveg ágætlega mikið þar sem að þeir halda partý að minnsta kosti 2x á viku þar sem að er alltaf boðið upp á nokkra kassa af bjór

hins vegar var það önnur goggunarröð í einu öðru félaginu hérna sem mér fannst merkilegust.. þar eru það nýju gaurarnir (sem sagt þeir sem teknir voru inn á laugardaginn) sem að fá það hlutverk að þrífa húsið þeirra...

þetta er sem sagt í húsinu sem að ég kalla hippahúsið þar sem að það búa eiginlega ekkert nema hippar þar (grínlaust)... en líka út af því að það er nánast ómögulegt fyrir manneskju að búa þarna nema að hún sé mjöööög mikill hippi í sér..

af hverju?

jú, þar sem að nýju gaurarnir voru ekki teknir inn fyrr en um helgina er ekkert búið að þrífa húsið síðan um miðjan ágúst þegar þeir eldri fluttu inn... og við erum að tala um sirka tíu stráka sem búa saman og detta í það á nánast hverjum einasta degi..

og eftir að hafa fengið að sjá inní herbergin þeirra á laugardaginn þá elsku mamma mín, ég er ekki draslari! hahahhaa!

ég sver að eitt herbergið var eins og yfirgefið fangelsi í afríku.. ein blettótt dýna á gólfinu (ekkert lak), föt og matarmylsnur og ógeð útum allt gólf (ég held allavega að það hafi verið gólf þarna undir, ég sá það samt ekki)..

ég var eiginlega mest hissa á því að hafa ekki séð rottuveislu þarna inni en kakkalakkarnir hafa nú pottþétt verið á fullu þarna einhversstaðar undir öllu ógeðinu..

svo deila þeir allir einu risa baðherbergi svo að þið getið ímyndað ykkur hvernig það leit út.. ég hefði ekki farið í sturtu þarna þó að ég fengi milljón fyrir!

t.d. var dauður kakkalakki á miðju gólfinu sem að tveir strákarnir sögðu mér (mjög stoltir) að þeir væru að geyma um leið og annar þeirra ýtti við kvikindinu með öðrum fætinum til að sýna mér að hann væri alveg dauður...

guð hvað ég vona þeirra vegna (þó að ég viti að þeim sé slétt sama, þeir eru ekki hippar fyrir ekki neitt) að einhver af nýju gaurunum kunni að skúra..

og líka að einhver þeirra kunni að laga loftræstinguna þar sem að hún er víst búin að vera biluð í heilt ár.. en það er nú alveg ástæða fyrir því að hún er búin að vera biluð í heilt ár.... again, hippunum er slétt sama!

hef ég einhvern tímann sagt að ég elska þennan stað? hahaha! :)

eva
(sem er búin að finna svalasta plaggat í heimi fyrir ljótu skápahurðina sína)

Wednesday, September 09, 2009

jæja núna er helgarfríið loksins að verða búið...
það var labor day í gær svo að það var frí í skólanum og svo er ég aldrei í tímum á þriðjudögum svo að ég er búin að eiga alveg frekar langa helgi...

helgin var nú samt frekar róleg þar sem að það fara næstum allir heim til sín yfir þessa helgi.. campusinn var næstum því alveg tómur..

------------------------

tölvan sem ég keypti um daginn var búin að vera með endalaus leiðindi við mig.. frjósandi daginn út og inn svo að ég ákvað að fara með hana til baka í dag og reyna að fá nýja tölvu...

ég bjóst nú við því að þeir myndu nú taka sér allavega tvær vikur í að skoða tölvuna og athuga hvort hægt væri að gera við hana og svo framvegis eins og viðhorfið er alltaf heima...


en nei, nei.. eftir að verkstæðisgaurinn hafði skoðað hana að utan í svona 2 mín rétti hann mér blað og sagði: farðu með þetta niðrí afgreiðslu og þeir láta þig fá nýja tölvu..

easy peasy..

ég og vinur minn sem skutlaði mér þangað vorum nú bara frekar ánægð þar sem að við bjuggumst nú við að vera heillengi þarna inni og standa í rökræðum við gaurinn um hvort að tölvan væri biluð eða ekki..

svo að núna er ég inní íbúð rosa ánægð með nýja og shjæní tölvu sem að svínvirkar.. svona á almennileg þjónusta að vera:)

------------------------

ég held að ég sé búin að læra 5 þúsund sinnum meira heima á þessum tveim vikum í námi hérna heldur en ég hef gert á öllum önnunum mínum í hí til samans!

það er brjálæðslega mikið lesefni fyrir hvern einasta tíma og bekkirnir eru yfirleitt frekar litlir svo að það þýðir ekkert að ætla að sleppa því að lesa.. tímarnir snúast nefnilega oftast uppí umræður og þá er eiginlega möst að vita eitthvað...

en þetta er bara gott mál því að ég er að læra alveg hrikalega mikið af þessu... t.d. kann ég í fyrsta skipti almennilega muninn á klassískum realisma og strúktúral realisma bara eftir það að vera í 7 manna bekk þar sem að kennarinn spjallar almennilega við mann (þ.e.a.s. á mannamáli) um þessar kenningar.

ég verð sem sagt orðin séní í leiðinlegum kenningaskólum þegar ég kem heim! múhahaha! :)

annars er ekki allt lesefnið svona leiðinlegt... t.d. er ég að lesa the godfather í einum áfanganum núna og fer svo að lesa bók um gandhi seinna í vetur... spennó!

------------------------

jææææja.. halda áfram að læra svo að ég verði mögulega búin með heimavinnuna fyrir miðnætti!

eva

ps.

adressan mín sem ég er alltaf búin að gleyma að láta alla fá:

Eva Karlsdottir
SU Box 6012
1001 E. University Ave.
Georgetown, TX 78626
USA

pakkar og bréf af öllum stærðum og gerðum velkomin!
(sérstaklega ef að þeir innihalda íslenskt nammi! hahaha)