Wednesday, September 09, 2009

jæja núna er helgarfríið loksins að verða búið...
það var labor day í gær svo að það var frí í skólanum og svo er ég aldrei í tímum á þriðjudögum svo að ég er búin að eiga alveg frekar langa helgi...

helgin var nú samt frekar róleg þar sem að það fara næstum allir heim til sín yfir þessa helgi.. campusinn var næstum því alveg tómur..

------------------------

tölvan sem ég keypti um daginn var búin að vera með endalaus leiðindi við mig.. frjósandi daginn út og inn svo að ég ákvað að fara með hana til baka í dag og reyna að fá nýja tölvu...

ég bjóst nú við því að þeir myndu nú taka sér allavega tvær vikur í að skoða tölvuna og athuga hvort hægt væri að gera við hana og svo framvegis eins og viðhorfið er alltaf heima...


en nei, nei.. eftir að verkstæðisgaurinn hafði skoðað hana að utan í svona 2 mín rétti hann mér blað og sagði: farðu með þetta niðrí afgreiðslu og þeir láta þig fá nýja tölvu..

easy peasy..

ég og vinur minn sem skutlaði mér þangað vorum nú bara frekar ánægð þar sem að við bjuggumst nú við að vera heillengi þarna inni og standa í rökræðum við gaurinn um hvort að tölvan væri biluð eða ekki..

svo að núna er ég inní íbúð rosa ánægð með nýja og shjæní tölvu sem að svínvirkar.. svona á almennileg þjónusta að vera:)

------------------------

ég held að ég sé búin að læra 5 þúsund sinnum meira heima á þessum tveim vikum í námi hérna heldur en ég hef gert á öllum önnunum mínum í hí til samans!

það er brjálæðslega mikið lesefni fyrir hvern einasta tíma og bekkirnir eru yfirleitt frekar litlir svo að það þýðir ekkert að ætla að sleppa því að lesa.. tímarnir snúast nefnilega oftast uppí umræður og þá er eiginlega möst að vita eitthvað...

en þetta er bara gott mál því að ég er að læra alveg hrikalega mikið af þessu... t.d. kann ég í fyrsta skipti almennilega muninn á klassískum realisma og strúktúral realisma bara eftir það að vera í 7 manna bekk þar sem að kennarinn spjallar almennilega við mann (þ.e.a.s. á mannamáli) um þessar kenningar.

ég verð sem sagt orðin séní í leiðinlegum kenningaskólum þegar ég kem heim! múhahaha! :)

annars er ekki allt lesefnið svona leiðinlegt... t.d. er ég að lesa the godfather í einum áfanganum núna og fer svo að lesa bók um gandhi seinna í vetur... spennó!

------------------------

jææææja.. halda áfram að læra svo að ég verði mögulega búin með heimavinnuna fyrir miðnætti!

eva

ps.

adressan mín sem ég er alltaf búin að gleyma að láta alla fá:

Eva Karlsdottir
SU Box 6012
1001 E. University Ave.
Georgetown, TX 78626
USA

pakkar og bréf af öllum stærðum og gerðum velkomin!
(sérstaklega ef að þeir innihalda íslenskt nammi! hahaha)

No comments: