Tuesday, October 20, 2009

jæja.. held að það sé kominn tími á eitthvað smá hérna inn...

hvað er búið að gerast síðan seinast...


stelpurnar komu í heimsókn sem var ÆÐI.. helling hlegið, spjallað og verslað í heila fimm daga..

við afrekuðum ýmislegt, meðal annars það að verða bestu vinir starfsfólksins í wal-mart og það að ná að villast í sirka hálftíma í einni af hinum óskiljanlegu umferðaslaufum austin... allt útaf æðislegu gps vinkonu okkar sem átti það til að segja uppúr þurru "turn right NOW" og við bara: haaa? bíddu áttum við að beygja þarna?"...

hún var allavega ekkert mikið fyrir það að gefa okkur langa fyrirvara á því hvenær við ættum að beygja.. en við lifðum þetta af enda sveinbjörg hörku dræver..

svo fórum við líka á snow patrol tónleika sem eru með þeim bestu sem ég hef séð... i'm in loooove.. allavega er það alveg á hreinu að ég stend ég ekki í þrjá klukkutíma í möl á 10 cm hælum fyrir hvern sem er!

svo fóru stelpurnar heim og þá fyrst byrjaði fjörið..

eva byrjaði að veslast upp um kvöldið og var orðin fárveik daginn eftir.. og stelpurnar líka fárveikar heima á klakanum..

ég var nú samt orðin tiltölulega hress kvöldið eftir en ákvað nú samt á þriðjudeginum að kíkja útá skólaheilsugæsluna til að fá eitthvað við hóstanum frá hjúkkunni...

þar fékk ég engu um ráðið og var testuð fyrir svínaflensu... sem var alveg frekar áhugavert.. á meðan hjúkkan beið eftir niðurstöðunum úr testinu ákvað hún að hitamæla mig..

ég var hitalaus.. flott mál

svo ákvað hún að testa eyrun.. allt í góðu þar

svo athugaði hún hálsinn og viti menn engar bólgur þar..

svo að þegar testið var hálfnað var hún bara nokkuð hress kellingin og sagði mér að ég þyrfti nú ekki að hafa neinar áhyggjur, ég væri örugglega bara með kvef...

en svo leit hún allt í einu á testið í smá stund og leit svo aftur á mig og sagði alvarlega: i'm sorry.. it's positive..

og þá byrjaði dramað.. DUU DUUU DUUUUMMM!

eva komin með grísinn og sett í einangrun inní íbúð í FIMM ÓTRÚLEGA ALLRA LENGSTU DAGA SEM AÐ ÉG HEF UPPLIFAÐ...

en samt ekki fyrr en ég var búin að senda email á alla prófessorana mína um að ég væri með piggy flu (nota bene fyrir framan hjúkkuna, mátti ekki fara fyrr en hún var búin að sjá að ég væri búin að senda mailið) og búið var að fylla vasana á buxunum mínum af verkjatöflum og einnota hitamælum...

og auðvitað fékk ég japanagrímu til að setja á smettið og var ekki hleypt útúr heilsugæslunni fyrr en ég var búin að setja hana upp og ég efast um að ég þurfi að taka það fram hvað mér leið eins og mesta fífli í alheiminum labbandi um campusinn með grímuna til að komast aftur útí íbúð..

allavega þurfti ég já, að hanga alein inní íbúð í heila fimm daga.. ég sem var nú þegar búin að vera veik í þrjá daga fyrir... þrífingakonurnar máttu ekki einu sinni koma inn til að tæma ruslið

en ég fékk að fara aftur í skólann í dag, svínslaus og hress, og núna tekur við grimmt lærdómstörn alveg fram yfir afmælið mitt..

það að segja að ég sé að drukkna úr skóla er klárlega understatement.. en þetta er samt svo rosalega, rosalega mikið þess virði.. og alveg brjálæðslega gaman..

ég verð nú samt að viðurkenna að ég get ekki beðið eftir því að koma heim um jólin og slappa bara af í heita pottinum og þurfa ekkert að hugsa um neitt sem kallast homework eða papers.. aaahh :)

Friday, October 02, 2009

jæja núna er maður orðinn ekta...

merkt sjóræningjaskólanum í bak og fyrir!

get ekki lýst því hvað það er notalegt að hoppa bara í stuttbuxur og víðan bol á morgnanna og skottast þannig út í tíma...

allt án þess að gera sig að fífli fyrir ósmekklegheit þar sem að akkúrat allir klæða sig svona....

aaaaaahh


kv, eva sem er ekki að fara á kings of leon og pearl jam um helgina því að hún ætlar að eyða helginni lærandi á milljón... allt til þess að eyða bestu viku í heimi með stelpunum mínum frá og með mánudeginum :)

Thursday, October 01, 2009

jæja ég held að það sé nú alveg kominn smá tími á smá update frá manni...

herbergis... eða jú íbúðarfélaginn minn flutti út í dag, stelpugreyið er víst ekki alveg að meika það andlega séð þessa dagana og var víst ekki búin að mæta í tíma í nokkrar vikur.. og allt án þess að ég hefði hugmynd um það..

ég vissi nú alveg að hún væri mjög stressuð týpa en ég hafði nú ekki hugmynd um að kvíðinn væri svona slæmur

ég var nú reyndar búin að spá í því af hverju ég rækist aldrei á hana þegar ég færi útúr íbúðinni á morgnanna en bjóst nú bara við því að hún væri í eyðu í fyrstu tímunum...

en allavega þá er hún búin með sinn síðasta sjens hjá skólanum í bili..

ooojæja...

ég vorkenni greyið stelpunni nú alveg helling en þetta kemur þannig lagað sér ekkert illa fyrir mig þar sem að við vorum akkúrat ekkert nánar...

núna er ég sem sagt með íbúðina útaf fyrir mig eina... og ég get alls ekki sagt að mér finnist það leiðinlegt..

ég er sem sagt með tvö svefnherbergi....

meeeeeeega skápapláss

tvö baðherbergi..

og sex ruslafötur! (ég veit nú ekki alveg hvernig ég á að nýta mér það, en hey.. sex fötur eru betri en þrjár)

skólinn á nú örugglega eftir að skella einhverjum hingað inn til mín á einhverjum tímapunkti en það er nú alveg líklegt að það verði ekkert fyrr en á næstu önn...

kemur í ljós!

-----------------------------

tímasetningin á þessari fermetraaukningu gæti nú ekki hafa verið betri þar sem að sveinbjörg, guðlaug og þórdís eru að hoppa uppí flugvélina til usa á morgun...

þær mæta nú samt ekki hingað fyrr en á mánudaginn sem að gefur mér hellings tíma til að læra eins og vitleysingur þangað til að þær koma svo að ég geti eytt sem mestum tíma með þeim hérna...

svo að já.. það munar nú um auka baðherbergi þegar við erum fjórar saman hérna í íbúðinni! haha!

-----------------------------

skólinn gengur fínt, eða eiginlega bara mjög vel þessa dagana..

í þessari viku fékk ég fyrstu stóru einkunnirnar mínar og hefði ekki getað verið ánægðari með þær.. ég fékk 8,5 á fyrsta miðannaprófinu sem ég hef tekið hérna og 8,8 fyrir fyrstu ritgerðina sem ég hef nokkurn tímann skrifað á ensku og var með þeim hæstu í bekknum..

svo að allar áhyggjur um að maður væri ekki að ná að fylgja hinum krökkunum í náminu eru horfnar, allavega í bili :)

ég tók svo þátt í kappræðum/rökræðum í einum áfanganum í dag... einhvern veginn asnaðist ég til þess að bjóða mig fram í þær fyrir helgi og var farin að sjá alveg illilega eftir því á tímapunkti..

eeeen þetta tókst nú bara ágætlega.. ég er allavega enn á lífi

-----------------------------

og já..

ég er loksins búin að komast að því hvað "hæ eva" gaurinn heitir, það tók mig ekki nema heilan mánuð að komast að því.. gott múv eva! haha!

svo að núna get ég loksins sagt hæ án þess að vera með bömmer.. flott mál!