Thursday, October 01, 2009

jæja ég held að það sé nú alveg kominn smá tími á smá update frá manni...

herbergis... eða jú íbúðarfélaginn minn flutti út í dag, stelpugreyið er víst ekki alveg að meika það andlega séð þessa dagana og var víst ekki búin að mæta í tíma í nokkrar vikur.. og allt án þess að ég hefði hugmynd um það..

ég vissi nú alveg að hún væri mjög stressuð týpa en ég hafði nú ekki hugmynd um að kvíðinn væri svona slæmur

ég var nú reyndar búin að spá í því af hverju ég rækist aldrei á hana þegar ég færi útúr íbúðinni á morgnanna en bjóst nú bara við því að hún væri í eyðu í fyrstu tímunum...

en allavega þá er hún búin með sinn síðasta sjens hjá skólanum í bili..

ooojæja...

ég vorkenni greyið stelpunni nú alveg helling en þetta kemur þannig lagað sér ekkert illa fyrir mig þar sem að við vorum akkúrat ekkert nánar...

núna er ég sem sagt með íbúðina útaf fyrir mig eina... og ég get alls ekki sagt að mér finnist það leiðinlegt..

ég er sem sagt með tvö svefnherbergi....

meeeeeeega skápapláss

tvö baðherbergi..

og sex ruslafötur! (ég veit nú ekki alveg hvernig ég á að nýta mér það, en hey.. sex fötur eru betri en þrjár)

skólinn á nú örugglega eftir að skella einhverjum hingað inn til mín á einhverjum tímapunkti en það er nú alveg líklegt að það verði ekkert fyrr en á næstu önn...

kemur í ljós!

-----------------------------

tímasetningin á þessari fermetraaukningu gæti nú ekki hafa verið betri þar sem að sveinbjörg, guðlaug og þórdís eru að hoppa uppí flugvélina til usa á morgun...

þær mæta nú samt ekki hingað fyrr en á mánudaginn sem að gefur mér hellings tíma til að læra eins og vitleysingur þangað til að þær koma svo að ég geti eytt sem mestum tíma með þeim hérna...

svo að já.. það munar nú um auka baðherbergi þegar við erum fjórar saman hérna í íbúðinni! haha!

-----------------------------

skólinn gengur fínt, eða eiginlega bara mjög vel þessa dagana..

í þessari viku fékk ég fyrstu stóru einkunnirnar mínar og hefði ekki getað verið ánægðari með þær.. ég fékk 8,5 á fyrsta miðannaprófinu sem ég hef tekið hérna og 8,8 fyrir fyrstu ritgerðina sem ég hef nokkurn tímann skrifað á ensku og var með þeim hæstu í bekknum..

svo að allar áhyggjur um að maður væri ekki að ná að fylgja hinum krökkunum í náminu eru horfnar, allavega í bili :)

ég tók svo þátt í kappræðum/rökræðum í einum áfanganum í dag... einhvern veginn asnaðist ég til þess að bjóða mig fram í þær fyrir helgi og var farin að sjá alveg illilega eftir því á tímapunkti..

eeeen þetta tókst nú bara ágætlega.. ég er allavega enn á lífi

-----------------------------

og já..

ég er loksins búin að komast að því hvað "hæ eva" gaurinn heitir, það tók mig ekki nema heilan mánuð að komast að því.. gott múv eva! haha!

svo að núna get ég loksins sagt hæ án þess að vera með bömmer.. flott mál!


No comments: