Monday, August 31, 2009


skólinn hérna er með alveg rosalega sérstakt kerfi þegar kemur að því að taka próf...

þegar maður byrjar í námi hérna þarf maður að skrifa undir "honor code" sem að er svona:


"As a student of Southwestern I hereby pledge my full support to the Honor Code. I pledge to be honest myself, and in order that the spirit and integrity of the Honor Code may endure, I pledge that I will make known to the Honor Code Council any case of academic dishonesty which I observe at Southwestern."

maður skrifar nafnið sitt undir þetta í rosa fína bók og það þýðir að þú ætlir ekki að svindla á meðan þú stundar nám við skólann...

svo þegar kemur að því að skila inn einhverju sem metið er til eininga (hvort sem að það er venjulegt próf, heimaverkefni, ritgerðir eða heimapróf) fellur það allt undir þennan "honor code"...

sem sagt.. áður en maður skilar eintakinu inn skrifar maður neðst á það:

"I have acted with honesty and integrity in producing this work and am unaware of anyone who has not" og kvittar svo undir það..

þetta þýðir að þú hafir ekki svindlað og hafir ekki orðið vitni að neinu svindli...

og það besta er...

að fyrst að þetta kerfi er í gangi þá fara allir kennararnir útúr stofunni á meðan tekin eru próf!


þeir treysta nemendunum fyrst að þeir sverja að þeir hafi ekki svindlað...

ég ætla ekki einu sinni að ímynda mér hvernig þetta kerfi myndi ganga í hí... HAHAHAHAHA!

--------------------------------

allavega þá var helgin alveg mögnuð... ég fór á föstudeginum til austin með herbergisfélaganum og foreldrunum hennar að sjá wicked, broadway söngleik sem er að túra um bandaríkin..

laugardaginn fórum ég og warren með vinkonu okkar á djammið niðrí Austin og það var algjör gargandi snilld! aðal djammgötunni er alveg lokað fyrir bílaumferð og það er alveg stappað af fólki en samt ekki það mikið að maður þurfi að bíða í endalausum röðum..

við enduðum svo kvöldið með stoppi á whataburger sem er nokkurn veginn texas útgáfan af mcdonalds... ástæðan fyrir því að hann varð fyrir valinu er sú að í hvert skipti síðustu vikurnar sem að við höfum sagt fólki að við höfum ekki farið þangað fær fólk gjörsamlega kast! það skilur ekkert í fólki sem sé búið að vera í texas í tvær vikur án þess að fá sér
whataburger..
allavega er þetta sem sagt svona texas útgáfan af mcdonalds, þ.e.a.s. með aaaaalvöru börgerum (svona miðað við skyndibita allavega)... held allavega að ég muni ekkert fara á elsku makkadí hérna á meðan ég hef whataburgerinn..

kveðja

eva

(sem borðaði sveitta grilled cheese samloku og pönnukökur í kvöldmat í gær)

Friday, August 28, 2009


eitt af því sem að fylgir því að vera útlendingur hérna er það að það þekkja þig allir... Um 90-95% af nemendunum hérna koma frá texas og svo eru nokkrir sem að koma frá öðrum fylkjum en ég held að við útlendingarnir hérna séum ekki mikið fleiri en 10 (við skiptinemarnir þrír plús nokkrir krakkar sem eru í fullu námi hérna..)

þetta þýðir það að þegar fólk er kynnt fyrir manni gleymir það manni sjaldnast... hins vegar munum við warren aldrei hvað fólk heitir (sérstaklega þar sem að við erum oftast alveg vel ölvuð þegar við hittum nýtt fólk)..

svo það klikkar ekki að á hverjum degi hitti ég fólk sem heilsar mér og fer að spjalla við mig og ég hef bara ekki minnstu hugmynd um hvað það heitir eða hvar ég hitti það til að byrja með...

t.d. er einn strákur sem að ég, á einhvern ótrúlegan hátt, rekst á allavega 2-3 sinnum á dag.. í hvert eiiiiiiiiiiiinasta skipti kallar hann "hey eva! hiii!" og það eina sem kemur uppúr mér er "hiiiii!" og vandræðalegt bros því að ég hef ekki hugmynd um hvað hann heitir..

núna er ég örugglega búin að hitta hann svona 50 sinnum svo að það að spyrja hann hvað hann heitir er ekki inní myndinni lengur (það yrði bara aðeins of vandræðalegt samtal).. svo að þangað til að ég kemst einhvern veginn að því hvað hann heitir þá er hann bara "hæ gaurinn" :)

-----------------------

akkúrat núna er hópur af liði fyrir utan íbúðina mína að spila einn allra asnalegasta boltaleik sem ég hef séð.. það hleypur um með þúsund bolta af mismunandi stærðum, er búið hengja upp húllahringi útum allt og markverðirnir verja markið með kústum...

jú..

þetta er hópur af harry potter nördum að spila quidditch... hahahaha! ég fæ alveg kjánahroll niðrí tær þó að þetta líti nú út fyrir að vera bara hin fínasta skemmtun...

-----------------------

auðvitað tókst mér að týna húslyklunum mínum... og það líka inní íbúðinni..

allavega þá kom ég heim eftir tíma í gær og var að senda sms um leið og ég labbaði inn svo að seinna um daginn mundi ég ekkert hvar ég hafði látið lykilinn frá mér..

eftir að hafa leitað gjörsamlega alls staðar er ég eiginlega alveg viss um að ég hafi bara gleymt lyklinum í skránni og einhver hafi tekið hann... finnst eiginlega ekkert annað koma til greina..

en já.. ég eyddi sem sagt ágætum 10 mínútum með lásasmiðnum hérna áðan að skipta út lásnum
sem að kostar mig líklega eitthvað í kringum 100$..

rosa frábært..

-----------------------

í gær fórum við warren út að borða með tveim vinum okkar á ekta tex mex stað... þannig að ef að einhver vill koma hingað í heimsókn þá veit ég um staðinn þar sem hægt er að fá bestu margariturnar í öllum aaaaalheiminum! tequila hefur aldrei bragðast eins vel!

allavega var þetta alveg geggjaður staður og hann varð alveg ennþá meira spennandi þegar veðrið snarbreyttist og það voru þrumur og eldingar útum allt.. okkur útlendingunum fannst það auðvitað alveg meeeega spennandi.. litum örugglega út eins og fífl öskrandi úúúúúúúúúúú! í hvert skipti sem að við sáum eldingu hahaha!

eftir matinn var ferðinni enn og einu sinni heitið yfir í ka húsið sem er, að mínu mati, skemmtilegasta frat húsið hérna.. þar komumst við að því að þessi bjórkvöld sem að eru haldin hérna alla miðvikudaga (þau kalla þessi kvöld study break) eru ekkert bara smá bjórkvöld heldur eru þetta bara mega partý.. sem er náttúrulega ekkert leiðinlegra;)

þannig að það var smá þynnka í morgun.. bara smááá..

-----------------------

helginni verður eytt í það að skoða austin sem að við höfum ekki getað gert nógu mikið af hingað til... og í að fá sér kannski einn bjór :)

eva,
sem er eins og þið sjáið strax orðin að ekta redneck...

Friday, August 21, 2009

jaeja!

nu alveg kominn timi til ad madur lati eitthvad adeins heyra i ser herna...

allavega..

-eg kom hingad a leidarenda a thridjudaginn og dagurinn for ad mestu i thad ad na i lyklana og koma ser fyrir.. og sofa eins og steinn!

-thad er alveg faranlega heitt herna enda er einhver hitabylgja i gangi.. eg held ad hitinn se nuna buinn ad fara upp fyrir 100 F i um 60 daga i rod... thad var allavega mjog skritid i gaerkvoldi ad fara inni bil um kl 21:00 og sja hitamaelinn syna 35 C.

-ibudin er mjog fin en eg er samt ekki enntha buin ad sja stelpuna sem eg by med.. hun bjo vist herna i sumar en er heima hja ser nuna og kemur aftur hingafd um helgina..

-ad fa simanumer herna er alveg eins rosalega mikid vesen og hugsast getur.. thurfti ad skrifa undir endalausa samninga.. eeeen eg er komin med numer svo ad bara call me call me! haha!

-vid erum thrir skiptinemar herna.. eg, warren fra nordur irlandi og leonardo fra italiu.. italinn verdur reyndar bara herna i eina onn en irinn verdur jafn lengi og eg.

-thad tok mig alveg heila tvo daga ad fatta hvernig sturtan virkar inna badinu minu.. var ogedslega anaegd i gaermorgun thegar eg fattadi loksins hvernig hun virkar svo ad nuna get eg farid i venjulegar sturtur en ekki bara eitthvad mini-bad..

-a midvikudaginn forum vid i sma ferd til austin og saum staerstu borgar-ledurbloku nylendu i heimi.. sem sagt hellingur af ledurblokum sem ad bua undir einni brunni thar og um leid og thad fer ad rokkva a kvoldin fljuga thaer allar einhvert burt til ad fara ad eta... vid komum akkurat a theim tima og thad var alveg faranlega svalt ad sja thetta!

-eg er ekki enn komin med tolvu svo ad eg fer alltaf a bokasafnid til ad komast a netid.. eg er samt buin ad fara i target og kaupa allskonar dot sem eg thurfti fyrir herbergid en eg aetla ad lata tolvuna bida thangad til eg er buin ad kaupa allar baekurnar sem eg tharf...

-eg og warren forum i fyrsta bandariska haskolapartyid okkar i gaer og eg efast um ad vid hefdum getad skemmt okkur betur.. vid vissum ekkert vid hverju vid attum ad buast en svo koma i ljos ad thetta var nakvaemlega eins og i biomyndunum.. risa bjorkutur, raud plastglos og svo kom loggan og bostadi partyid! hahaha! okkur fannst thad nu bara mega spennandi thar sem ad vid erum baedi ordin 21 ars og thurftum thvi ekki ad hafa neinar ahyggjur af thvi ad vera tekin af loggunni.. annad en sumir tharna sem ad stukku uti bakgard til ad fela sig um leid og einhver sagdi ad loggan vaeri maett!

-eftir ad loggan stoppadi allt fjorid faerdum vid partyid yfir i ka husid sem er eitt af fraternity husunum herna (held ad thau seu fjogur allt i allt)... thetta er risa stort tveggja haeda hus, a efri haedinni eru svefnherbergin en nedri haedin er full af allskonar stoffi eins og bordtennisbordi, fussballbordi, trommum, gitorum, risa sjonvarpi og playstation.. thetta er sem sagt eiginlega eins mikid party hus og madur getur imyndad ser... allavega skemmtum vid okkur alveg faranlega vel og thad er alveg a hreinu ad manni a ekki eftir ad leidast herna i vetur

-i dag er eg sem sagt thunnari en allt og nenni ekki ad gera neitt sem er bara fint thvi ad thad er engin skipulogd dagskra fyrir okkur um helgina

-eg lofa ad eg hendi inn helling af myndum thegar eg er komin med tolvu sem virkar!

eva

Monday, August 10, 2009

sjö


flugmiðinn útprentaður- tjekk!

hótelbókunin útprentuð- tjekk!

dollarar í veskið- tjekk!

kaupa ferðatösku- tjekk!

byrja að pakka niður- tjekk!

vita ekkert hvað á að pakka- tjekk!

pakka óvart öllum fötunum sem ég ætla að nota um helgina- tjekk!

panikka smá yfir því að vera föst í rvk næstu daga og geta eiginlega ekki pakkað meira fyrr en um helgina- tjekk!

ganga frá öllum pappírum- tjekk!

panta alþjóðlegt ökuskírteini sem er meira að segja líka á arabísku- tjekk!

fylla tölvuna af yndislega hallærislegum en samt æðislegum íslenskum lögum- tjekk!


to do:

vinna smá...

troða sænginni minni og koddanum í aðra ferðatöskuna..

fylla restina af töskunum af draumi, harðfiski, þristi og ópal..

segja bæ..

ef ég bara ætti svona!
(veit samt ekki hversu girnó hún væri eftir sólarhrings ferðalag)