Wednesday, July 22, 2009

tuttugu og sjö....

núna er þetta allt að skýrast...

hérna mun ég búa næsta árið..


ég var sem sagt það heppin að ég lendi í íbúð en ekki í einhverju litlu herbergi með klósetti fram á gangi með fullt af öðru fólki... ég er sem sagt að fara að deila íbúð með annarri stelpu (sem ég stend í ströngu við að finna á facebook.. sýnist það allt vera að takast) en ég fæ mitt eigið herbergi og það sem er yndislegast við þetta..

ég er með mitt eigið baðherbergi.. ALEIN! jááááááá!


íbúðin er fullinnréttuð svo að það er víst sófi, hægindastóll og sófaborð bíðandi eftir manni plús að við verðum með mini eldhús með litlum ísskápi og örbylgjuofni (mitt fyrsta verk mun að sjálfsögðu vera það að splæsa í brunarvarnateppi ef það er ekki á staðnum hahaha!)


þetta er víst inngangurinn þegar maður kemur inní herbergið með skrifborði þarna fremst við hurðina..

mér sýnist nú alveg vera hægt að gera þetta ágætlega kósí en ég efast samt að það verði svona mikill texas fílingur í mínu herbergi hehe :)

svo komst ég líka að því um daginn mér til mikillar gleði að það er víst dani þarna í skólanum svo að ég verð ekki eini norðurlandabúinn á svæðinu

annars styttist í flutninga úr eggertsgötuhöllinni... það verður nú bara kósí að eyða síðustu vikunum heima :)

No comments: