Thursday, June 04, 2009

75 dagar..

.. and then I'll be lost in boooooston!

flugmiðinn til boston er kominn í hús, búið að borga fyrri önnin, búin að sækja um dvalarleyfi og fer í dvalarleyfisviðtalið í fyrramálið svo að þetta er allt að koma!

það er nú meira hvað maður leggur á sig fyrir þetta, t.d. var ég rænd af búttaðri ljósmyndarakonu með rauðan varalit í morgun þegar ég var neydd til þess að borga 5400 kall fyrir amerískar passamyndir!

ég er allavega orðin nokkuð viss um það að þessar myndir sem hún tók af mér hljóti að vera alveg rosalega stórfenglegar miðað við verðið sem ég borgaði fyrir þær... ég gæti kannski prófað að selja þær á ebay? set svo inn einhverja magnaða lýsingu: PASSPORT PHOTO OF A POOR STUDENT! TAKEN AT 9 O'CLOCK IN THE MORNING SO SHE IS EXTREMELY TIERD AND GRUMPY LOOKING! ORIGINAL COPY! ONLY SIX COPIES IN THE WHOLE WORLD! A VERY COSTY PICTURE, IT IS PRINTED ON GOLD! MINIMUM OFFER: $1.000.000!

þær myndu rooookseljast!

alltaf jafn gaman af því þegar fólk sem er á svona svimandi háu mínútukaupi sér á svipnum á manni að maður er ekki alveg að fýla upphæðina... þá kemur alltaf svona vandræðalegt móment og það reynir að covera glæpinn einhvernveginn..

eins og t.d. konan í morgun sem að brosti svona svakalega vandræðalega til mín eftir að hún sá spurningamerkið framan í mér þegar ég var búin að komast að því hvað þessar blessuðu myndir kostuðu. Síðan reyndi hún að bjarga sér með því að spyrja mig hvað ég væri að fara að gera úti, henni tókst nú samt að klúðra því með því að reyna svo alltof mikið að vera áhugasöm.. "ertu að fara útí nám? aaahhh.. sniðugt.. jáááá rosalega sniðugt.. aaahh"

gott fyrir hana að hún fór í ljósmyndarann en ekki leikarann..

(og já ég er rosalega bitur útí kellinguna! hahahha!)

---------------

öllum prófum náð og ég er í skýjunum með það að þurfa ekki að stíga fæti inní odda aftur fyrr en eftir rúmt ár...

ég kvaddi þessa elsku mína samt sem áður með stæl, eyddi með honum langri föstudagsnótt með redbull, snakki og NATO... sveittari oddi hefur varla sést

ég mæli samt ekki með því að vera alein inní odda um miðja nótt um leið og öll ljósin í byggingunni slokkna uppúr þurru... eeeekki sniðugt

---------------

ég auglýsi hér með eftir útilegum í sumar (allt tal um verslunarmannahelgina er samt sem áður bannað).. ég fékk nefnilega hörku 66° norður bakpoka, húfu og vettlinga frá vinnunni í dag og þessir vettlingar skulu halda utan um bjór í sumar!

útileguuppástungur: einn, tveir og go!

eva sem vill fara í útilegur

3 comments:

Sigurjóna said...

Í fyrsta lagi er ég alveg handviss um að þú munir stórgræða á passamyndasölunni, í öðru lagi hlítur rauðavaralitakonan að vera eð hiksta núna, í þriðja lagi var þetta klárlega þjófnaður, en í fjórða lagi var varaliturinn örugglega bara starfsmaður og fékk ekkert um verðið ráðið... nú í fimmta lagi kann ég ekki að meta hörð orð í garð Odda... þar sem ég ku eyða næstu dögum í lærdóm! Oddi er traustur! í sjötta lagi finnst mér bara dónaskapur af þér að ætla ekki að koma heim um jólin til að djæfa með okkur Odda í prófunum... Já og í sjöunda lagi gleymdiru að segja frá útlendingnum vini þínum... mohahha... í áttundalagi er ég game í útilegu - lets plan!!! í níunda og síðasta lagi: bjór og vetlingar er ósigrandi combó - útilegur here we come!!!

Sigurjóna said...

og í tíunda lagi: okkur vantar jeppa til að komast í Þórsmörk!

Krissó said...

Hvað varð um texas?!?!