Wednesday, April 15, 2009

Brussel- Bruxelles- Brussels

mögnuð ferð til Brussel afstaðin og hér kemur "óformlegi lærdómur" ferðarinnar..

belgar eru með mjög misjafnan fatasmekk.. t.d sáum ég og helga frekar mjög holduga gellu í stuttum bol og mjög svo ógirnilegum svörtum latex/leðurbrókum á vappinu á miðri verslunargötunni og svo 10 metrum seinna sáum við bróður þessa gaurs..


ég sver það að þeir voru aaaaalveg eins fyrir utan að hinn var í öööörlítið síðari stuttbuxum og toppaði svo allt dæmið með því að vera í demin bol líka... má svona??

svo sá ég nú slatta af fólki í jökkum og með trefla í 20° hita.. are you robots?

------------

í belgíu er það þannig að ef þú biður um lítinn candyfloss þá færðu stórann..

hins vegar ef þú biður um stórann candyfloss þá færðu eitthvað sem ég veit eiginlega ekki ennþá hvað er..
takið eftir því að "litli candyflossinn" hennar helgu er jafn stór og hausinn hennar! virkar samt eins og dvergur við hliðina á mínu skrímsli.. svo er hægri höndin mín líka horfin inní hann þarna, veit ekki alveg hvert..

------------

í belgíu fást bestu vöfflur í heimi.. ekki nóg með þær að þær séu mega stórar, með rjóma, ferskum jarðaberjum og sjúklega góðri heitri súkkulaðisósu yfir heldur er líka sykur inní vöflunum sjálfum! hvaða meistari fann uppá þessu?


þetta er ekkert djók!

------------

í belgíu er meðal klósettstærð sirka 1,5 fermeter... þar er líka vinsælt að hafa ekki klósett inná baðherbergjunum heldur hafa annað sér 1 fermetra herbergi undir klósettið þar sem maður þarf að standa ofan á klósettinu til að geta lokað hurðinni.. sem gerir klósettferðina mun ævintýralegri

------------

í belgíu er rosalega góður tælenskur matur.. þarf ekkert að ræða það neitt frekar! :)


------------

belgar eru að mínu mati ekkert rosalega falleg þjóð (takið eftir að ég er ekki að segja ljót! hahaha! :))..

hvernig er hægt að eyða viku í rúmlega milljón manna borg án þess að sjá einn myndarlegan karlmann? ég hélt að þetta væri ekki hægt! ég taldi mig reyndar sjá einn myndarlegan þarna rétt í lokin en aðrir bentu mér kurteisislega á að ef ég teldi hann myndarlegan væri standardinn minn eflaust búinn að lækka eitthvað í vikunni.. svo að nei.. enginn hr. myndarlegur í bruxelles!

------------

í belgíu eru kirkjur þar sem er búið að gera hólf utan í kirkjuveggina (að utanverðu) sem fólk getur pissað í! sem sagt pissað um leið og þú ferð með faðir vorið.. amen!

------------

talandi um trú þá er vinsælt í sumum hótelherbergjum í belgíu að kunna bæði faðir vorið og trúarjátninguna.. þó svo að það kunni þetta ekki allir þrátt fyrir margar tilraunir..

------------

í belgíu er rosalega mikið af bjór..

3 comments:

Helga Eir said...

Aaahaha!! Þú ert svo mikill snillingur! Takk fyrir bestu ferð heims, þú gerðir hana klárlega skemmtilegri. Meeen hvað við erum góðar saman útí Brööössellll!
p.s. candyflosinn er STÆRRI í hausinn á mér!

Sigurjóna said...

Eva Þóra!!! skamm skamm... það var sko ég sem var svo heppin að vera með þér þegar líf okkar breyttist forever... þ.e. þegar gellan í spandexinu og gallafata gæjjjinn komu inn í líf okkar!!! Þetta eru tímamót í lífi mínu... svoa eins og fæðing, ferming...
Þú gleymdir samt að segja: "Í Belgíu eru heimsins verstu og sterkustu kokteilar!"" moahahha...

MIG LANGAR AFTUR *GRENJ*

eva said...

aaaalveg rétt.. þetta var einmitt þegar helga tók harðstjórann á þetta:)

eva: "mig langar í sjeik"
helga: "NEI!! þig langar ekkert sjeik!!"
eva: "ööö jú"
helga: "NEI! ÞÚ FÆRÐ ÞÉR EKKI SJEIK!"