Sunday, March 07, 2010

tveir mánuðir í heimkomu..

smá panikk... bara smá... úff

langar svo afskaplega ekkert heim, sérstaklega ekki núna þegar vorið virðist vera komið í georgetown, sólgleraugun eru á lofti alla daga og það er nógu heitt til að labba um á stuttbuxum á kvöldin án þess að verða kalt..

miðannavikan að hefjast.. sem þýðir fjögur próf stór próf á einni viku, held bara að ég hafi aldrei tekið svona mörg próf á svona stuttum tíma fyrir utan lokapróf..

en miðað við hvað ég er búin að eyða miklum tíma lærandi á þessari önn þá ætti þetta að reddast, svona nokkurn veginn allavega..

---------------
í mínum bókum er það þannig að með lærdómi verður að fylgja músík,
svona geðheilsunnar vegna.
ætla rétt að deila með ykkur hvaða elskur það eru sem
mig grunar að muni halda mér gangandi í gegnum næstu viku


the xx- þessir krakkar frá london eru búnir að bjarga nokkrum lærdómskvöldum,
mana ykkur til að tjekka á þeim því að þau eru yndisleg..
hlustið á þau.. do it!



-----------------

mumford and sons- þessar elskur koma líka frá london og eru ofsalegir fyrir þær sakir að þeir ná að fá banjó til að hljóma töff.
i rest my case,
check it!



-----------------


florence and the machine- megið giska hvaðan þau koma...
london?
já.

ég sver að hún er með flottustu rödd sem að ég hef heyrt í langan tíma..


-----------------

og hvað haldiði nema að ég hafi ekki rekist á the xx covera you've got the love með florence and the machine...




hversu magnað?


farin að læra..

eva

No comments: