Wednesday, March 24, 2010

smá sýnishorn af prógramminu þessa önnina.. þetta er sem sagt litla dagatalið mitt sem að ég bjó til svona aðeins til þess að reyna að vera skipulögð.

inná þessu eru ritgerðirnar/verkefnaskilin/prófin sem að voru sett fyrir í febrúar, mars og apríl.. (venjulegur heimalestur, sem er nú alveg nægur fyrir, er ekki tekinn með í þetta)

það eru sem sagt að meðaltali tvö skil á viku þannig að þegar ég segi að ég sé búin að eyða þessari önn lærandi þá er það enginn misskilningur


vantar samt ennþá eina stóra og tvær litlar ritgerðir inní apríl, sé fyrir mér nettan panikk í seinnihluta mánaðarins þar sem að þrjú ritgerðarskil og stóra skilaverkefnið í rannsóknum lenda í sömu vikunni... en þetta reeeeeeddast :)

anywho..

ég lenti í skemmtilegu samtali við bandarískan bankakall á mánudaginn..

ég ákvað sem sagt að fá mér bandarískt debetkort og rölti yfir í bank of america eftir síðasta tímann minn...

hitti þar þennan alveg ofsa hressa bankakall

það eru nú ekki það margir útlendingar í elsku litla georgetown svo að honum fannst það alveg ofsalega áhugavert að ég væri íslensk og eins og sönnum kana sæmir þá fylgdi spurningaflóðið með:

ísland er grænt er það ekki?
er samt ekki kalt þar?
hvaða tungumál taliði?
taliði líka ensku?
hvað borðið þið?
við hvað vinnur fólk?
hvað gerir fólk sér til gamans?
hefuru séð norðurljós?
en ísbjörn?
hvernig berðu fram nafnið þitt?
hvaða stafur er þetta (þ)?
og svo framvegis

svo kom skemmtilega spurningin..
hann: is america expensive for you?
ég: a bit, well, it's at least more expensive than it used to be since our currency just collapsed.
hann: aaa i see.. well you're still lucky you didn't screw up like greece, that's one hot mess right there i can tell ya!

... ég sagði já og brosti bara framan í glórulausa bandaríska bankakrúttið... naut þess alveg í nokkrar mínútur að vita af því að fyrir sumu fólki á sumum stöðum erum við ennþá bara svala ísland sem að er grænt á litinn en ekki ísilagt..

ignorance is a bliss, ekki satt?

2 comments:

Sigurjóna Hreindís Sigurðardóttir said...

It sure is! moahhahaha :) -mér finnst að þar sem 6-vikna þröskuldurinn hefur verið óverkomm ættum við að fara ræða hvað við ætlum að gera skemmtilegt í sumar!

Eva Þóra Karlsdóttir said...

útilega og austurvöllur! :)