þetta þýðir það að þegar fólk er kynnt fyrir manni gleymir það manni sjaldnast... hins vegar munum við warren aldrei hvað fólk heitir (sérstaklega þar sem að við erum oftast alveg vel ölvuð þegar við hittum nýtt fólk)..
svo það klikkar ekki að á hverjum degi hitti ég fólk sem heilsar mér og fer að spjalla við mig og ég hef bara ekki minnstu hugmynd um hvað það heitir eða hvar ég hitti það til að byrja með...
t.d. er einn strákur sem að ég, á einhvern ótrúlegan hátt, rekst á allavega 2-3 sinnum á dag.. í hvert eiiiiiiiiiiiinasta skipti kallar hann "hey eva! hiii!" og það eina sem kemur uppúr mér er "hiiiii!" og vandræðalegt bros því að ég hef ekki hugmynd um hvað hann heitir..
núna er ég örugglega búin að hitta hann svona 50 sinnum svo að það að spyrja hann hvað hann heitir er ekki inní myndinni lengur (það yrði bara aðeins of vandræðalegt samtal).. svo að þangað til að ég kemst einhvern veginn að því hvað hann heitir þá er hann bara "hæ gaurinn" :)
-----------------------
akkúrat núna er hópur af liði fyrir utan íbúðina mína að spila einn allra asnalegasta boltaleik sem ég hef séð.. það hleypur um með þúsund bolta af mismunandi stærðum, er búið hengja upp húllahringi útum allt og markverðirnir verja markið með kústum...
jú..
þetta er hópur af harry potter nördum að spila quidditch... hahahaha! ég fæ alveg kjánahroll niðrí tær þó að þetta líti nú út fyrir að vera bara hin fínasta skemmtun...
-----------------------
auðvitað tókst mér að týna húslyklunum mínum... og það líka inní íbúðinni..
allavega þá kom ég heim eftir tíma í gær og var að senda sms um leið og ég labbaði inn svo að seinna um daginn mundi ég ekkert hvar ég hafði látið lykilinn frá mér..
eftir að hafa leitað gjörsamlega alls staðar er ég eiginlega alveg viss um að ég hafi bara gleymt lyklinum í skránni og einhver hafi tekið hann... finnst eiginlega ekkert annað koma til greina..
en já.. ég eyddi sem sagt ágætum 10 mínútum með lásasmiðnum hérna áðan að skipta út lásnum
sem að kostar mig líklega eitthvað í kringum 100$..
rosa frábært..
-----------------------
í gær fórum við warren út að borða með tveim vinum okkar á ekta tex mex stað... þannig að ef að einhver vill koma hingað í heimsókn þá veit ég um staðinn þar sem hægt er að fá bestu margariturnar í öllum aaaaalheiminum! tequila hefur aldrei bragðast eins vel!
allavega var þetta alveg geggjaður staður og hann varð alveg ennþá meira spennandi þegar veðrið snarbreyttist og það voru þrumur og eldingar útum allt.. okkur útlendingunum fannst það auðvitað alveg meeeega spennandi.. litum örugglega út eins og fífl öskrandi úúúúúúúúúúú! í hvert skipti sem að við sáum eldingu hahaha!
eftir matinn var ferðinni enn og einu sinni heitið yfir í ka húsið sem er, að mínu mati, skemmtilegasta frat húsið hérna.. þar komumst við að því að þessi bjórkvöld sem að eru haldin hérna alla miðvikudaga (þau kalla þessi kvöld study break) eru ekkert bara smá bjórkvöld heldur eru þetta bara mega partý.. sem er náttúrulega ekkert leiðinlegra;)
þannig að það var smá þynnka í morgun.. bara smááá..
-----------------------
helginni verður eytt í það að skoða austin sem að við höfum ekki getað gert nógu mikið af hingað til... og í að fá sér kannski einn bjór :)
eva,
sem er eins og þið sjáið strax orðin að ekta redneck...
2 comments:
Þú ert svo mikill snilli Eva: "sérstaklega þar sem að við erum oftast alveg vel ölvuð þegar við hittum nýtt fólk"!!
Ég fyllist líka stolti þegar ég les með lyklana.. loksins ertu komin í hópinn! ;)
Ég er líka klárlega að fara með þér og Warren mínum á þennan TexMex stað, það er ekki spurning hvort heldur hvenær!
Miiissjú!
HAHAHAHHA djös snilld að þu sert buin að segja Hæ við gaurinn svo oft að þu getir ekki spurt hann til nafns lengur..kannast við e-h svipað..þetta hljómar æðislega þessi dvöl þín í Ameríkunni eg öfunda þig-gaman að fa að fylgjast með hér á blogginu hafðu það gott Eva rauðhnakkur:)
Post a Comment