"As a student of Southwestern I hereby pledge my full support to the Honor Code. I pledge to be honest myself, and in order that the spirit and integrity of the Honor Code may endure, I pledge that I will make known to the Honor Code Council any case of academic dishonesty which I observe at Southwestern."
maður skrifar nafnið sitt undir þetta í rosa fína bók og það þýðir að þú ætlir ekki að svindla á meðan þú stundar nám við skólann...
svo þegar kemur að því að skila inn einhverju sem metið er til eininga (hvort sem að það er venjulegt próf, heimaverkefni, ritgerðir eða heimapróf) fellur það allt undir þennan "honor code"...
sem sagt.. áður en maður skilar eintakinu inn skrifar maður neðst á það:
"I have acted with honesty and integrity in producing this work and am unaware of anyone who has not" og kvittar svo undir það..
þetta þýðir að þú hafir ekki svindlað og hafir ekki orðið vitni að neinu svindli...
og það besta er...
að fyrst að þetta kerfi er í gangi þá fara allir kennararnir útúr stofunni á meðan tekin eru próf!
þeir treysta nemendunum fyrst að þeir sverja að þeir hafi ekki svindlað...
ég ætla ekki einu sinni að ímynda mér hvernig þetta kerfi myndi ganga í hí... HAHAHAHAHA!
--------------------------------
allavega þá var helgin alveg mögnuð... ég fór á föstudeginum til austin með herbergisfélaganum og foreldrunum hennar að sjá wicked, broadway söngleik sem er að túra um bandaríkin..
laugardaginn fórum ég og warren með vinkonu okkar á djammið niðrí Austin og það var algjör gargandi snilld! aðal djammgötunni er alveg lokað fyrir bílaumferð og það er alveg stappað af fólki en samt ekki það mikið að maður þurfi að bíða í endalausum röðum..
við enduðum svo kvöldið með stoppi á whataburger sem er nokkurn veginn texas útgáfan af mcdonalds... ástæðan fyrir því að hann varð fyrir valinu er sú að í hvert skipti síðustu vikurnar sem að við höfum sagt fólki að við höfum ekki farið þangað fær fólk gjörsamlega kast! það skilur ekkert í fólki sem sé búið að vera í texas í tvær vikur án þess að fá sér
whataburger..
allavega er þetta sem sagt svona texas útgáfan af mcdonalds, þ.e.a.s. með aaaaalvöru börgerum (svona miðað við skyndibita allavega)... held allavega að ég muni ekkert fara á elsku makkadí hérna á meðan ég hef whataburgerinn..
kveðja
eva
(sem borðaði sveitta grilled cheese samloku og pönnukökur í kvöldmat í gær)
No comments:
Post a Comment