elsku elsku ebay..
ég veit ekki alveg af hverju þessi ebay árátta mín byrjaði en eftir að þetta samband okkar hófst langar mig eiginlega ekkert að kíkja í venjulegar búðir..
þetta er svo miklu, miklu skemmtilegra
og það er hægt að fá svo fáránlega fallega hluti fyrir svo gott sem kúk og kanill!
dæmi um nýlega sigra
þessar stuttbuxur.. fýla þær í tætlur
allar stuttbuxurnar í búðunum hérna úti eru bæði fáránlega stuttar,
úr stretch ógeði og yfirleitt það látt skornar að það er ekki
fyrir fólk með venjulega rassa að vera í þeim
og þessi jakki...
jakkinn+ sendingarkostnaður= $16
hvernig er ekki hægt að elska þetta?
þessi skyrta/jakki
get ekki beðið eftir því að fá hann í hendurnar
ooooog svo þessi elska..
ahhh ég er alveg fáránlegur sökker fyrir flottum pallíettum
og svo má ekki gleyma að með þessu fær maður plús í kladdann frá móður náttúru fyrir að endurnýta gömul föt og gefa þeim nýtt líf..
sem gerir þetta ennþá skemmtilegra
plús að gömul föt eru með skemmtilegan karakter, alveg eins og gamlir bílar :)
jæja..
farin af ebay í bili og dottin í ritgerðarskrif
eva
No comments:
Post a Comment