Tuesday, March 30, 2010

elsku elsku ebay..

ég veit ekki alveg af hverju þessi ebay árátta mín byrjaði en eftir að þetta samband okkar hófst langar mig eiginlega ekkert að kíkja í venjulegar búðir..

þetta er svo miklu, miklu skemmtilegra

og það er hægt að fá svo fáránlega fallega hluti fyrir svo gott sem kúk og kanill!

dæmi um nýlega sigra


þessar stuttbuxur.. fýla þær í tætlur
allar stuttbuxurnar í búðunum hérna úti eru bæði fáránlega stuttar,
úr stretch ógeði og yfirleitt það látt skornar að það er ekki
fyrir fólk með venjulega rassa að vera í þeim


og þessi jakki...
jakkinn+ sendingarkostnaður= $16
hvernig er ekki hægt að elska þetta?

þessi skyrta/jakki
get ekki beðið eftir því að fá hann í hendurnar


ooooog svo þessi elska..

ahhh ég er alveg fáránlegur sökker fyrir flottum pallíettum


og svo má ekki gleyma að með þessu fær maður plús í kladdann frá móður náttúru fyrir að endurnýta gömul föt og gefa þeim nýtt líf..
sem gerir þetta ennþá skemmtilegra

plús að gömul föt eru með skemmtilegan karakter, alveg eins og gamlir bílar :)


jæja..
farin af ebay í bili og dottin í ritgerðarskrif

eva

Wednesday, March 24, 2010

smá sýnishorn af prógramminu þessa önnina.. þetta er sem sagt litla dagatalið mitt sem að ég bjó til svona aðeins til þess að reyna að vera skipulögð.

inná þessu eru ritgerðirnar/verkefnaskilin/prófin sem að voru sett fyrir í febrúar, mars og apríl.. (venjulegur heimalestur, sem er nú alveg nægur fyrir, er ekki tekinn með í þetta)

það eru sem sagt að meðaltali tvö skil á viku þannig að þegar ég segi að ég sé búin að eyða þessari önn lærandi þá er það enginn misskilningur


vantar samt ennþá eina stóra og tvær litlar ritgerðir inní apríl, sé fyrir mér nettan panikk í seinnihluta mánaðarins þar sem að þrjú ritgerðarskil og stóra skilaverkefnið í rannsóknum lenda í sömu vikunni... en þetta reeeeeeddast :)

anywho..

ég lenti í skemmtilegu samtali við bandarískan bankakall á mánudaginn..

ég ákvað sem sagt að fá mér bandarískt debetkort og rölti yfir í bank of america eftir síðasta tímann minn...

hitti þar þennan alveg ofsa hressa bankakall

það eru nú ekki það margir útlendingar í elsku litla georgetown svo að honum fannst það alveg ofsalega áhugavert að ég væri íslensk og eins og sönnum kana sæmir þá fylgdi spurningaflóðið með:

ísland er grænt er það ekki?
er samt ekki kalt þar?
hvaða tungumál taliði?
taliði líka ensku?
hvað borðið þið?
við hvað vinnur fólk?
hvað gerir fólk sér til gamans?
hefuru séð norðurljós?
en ísbjörn?
hvernig berðu fram nafnið þitt?
hvaða stafur er þetta (þ)?
og svo framvegis

svo kom skemmtilega spurningin..
hann: is america expensive for you?
ég: a bit, well, it's at least more expensive than it used to be since our currency just collapsed.
hann: aaa i see.. well you're still lucky you didn't screw up like greece, that's one hot mess right there i can tell ya!

... ég sagði já og brosti bara framan í glórulausa bandaríska bankakrúttið... naut þess alveg í nokkrar mínútur að vita af því að fyrir sumu fólki á sumum stöðum erum við ennþá bara svala ísland sem að er grænt á litinn en ekki ísilagt..

ignorance is a bliss, ekki satt?

Wednesday, March 17, 2010

jæja eftir bilaða prófatörn í síðustu viku er þessi vika búin að einkennast af engu nema afslöppun enda komið spring brake og engin kennsla fyrr en á mánudaginn í næstu viku.

afslöppunin er búin að vera það mikil að þrátt fyrir að sumartíminn hafi verið tekinn upp á sunnudaginn þá tók ég ekki eftir því fyrr en á þriðjudaginn.

campusinn er búinn að vera alveg frekar tómlegur þar sem að flest allir fóru á eitthvað flakk yfir fríið en krakkarnir eru að fara að týnast til baka frá og með morgundeginum...

stefnan um helgina verður svo tekin á sxsw en það er tónlistar og kvikmyndafestival sem haldið er í austin í mars á hverju ári.. ætti ekki að vera leiðinlegt

og hey..

hlustið á þetta


þetta lag er í smá uppáhaldi þessa dagana

víj

eva-í-fríi

Sunday, March 07, 2010

tveir mánuðir í heimkomu..

smá panikk... bara smá... úff

langar svo afskaplega ekkert heim, sérstaklega ekki núna þegar vorið virðist vera komið í georgetown, sólgleraugun eru á lofti alla daga og það er nógu heitt til að labba um á stuttbuxum á kvöldin án þess að verða kalt..

miðannavikan að hefjast.. sem þýðir fjögur próf stór próf á einni viku, held bara að ég hafi aldrei tekið svona mörg próf á svona stuttum tíma fyrir utan lokapróf..

en miðað við hvað ég er búin að eyða miklum tíma lærandi á þessari önn þá ætti þetta að reddast, svona nokkurn veginn allavega..

---------------
í mínum bókum er það þannig að með lærdómi verður að fylgja músík,
svona geðheilsunnar vegna.
ætla rétt að deila með ykkur hvaða elskur það eru sem
mig grunar að muni halda mér gangandi í gegnum næstu viku


the xx- þessir krakkar frá london eru búnir að bjarga nokkrum lærdómskvöldum,
mana ykkur til að tjekka á þeim því að þau eru yndisleg..
hlustið á þau.. do it!



-----------------

mumford and sons- þessar elskur koma líka frá london og eru ofsalegir fyrir þær sakir að þeir ná að fá banjó til að hljóma töff.
i rest my case,
check it!



-----------------


florence and the machine- megið giska hvaðan þau koma...
london?
já.

ég sver að hún er með flottustu rödd sem að ég hef heyrt í langan tíma..


-----------------

og hvað haldiði nema að ég hafi ekki rekist á the xx covera you've got the love með florence and the machine...




hversu magnað?


farin að læra..

eva