Tuesday, November 03, 2009

góða kvöldið!

halloween síðustu helgi og það var frekar magnað

halloween+ laugardagskvöld+ fullt tungl+ 60.000 manns á 6th street + ein úr hópnum er með "open tab" á næstum hverjum einasta bar og segir manni að gjöra svo vel og drekka : EPÍK!

eftir frekar stuttar vangaveltur yfir búningi í risastóru partýbúðinni ( þar sem að ég var með fimmtíu öskrandi og æsta krakka í halloween-brjálæðis-æsingi í kringum mig) ákvað ég að taka rómverjann á þetta..

þetta var útkoman og einhverra hluta vegna var ég kölluð zelda allt kvöldið.. rómverjar ná ekki í gegn hjá kananum, bara tölvuleikir..

ég og stephanie skelltum okkur sem sagt niðrí austin á halloween og vorum svo heppnar að vera með gistingu hjá vinkonu hennar sem að er í UT (university of texas í austin... risa skóli)..

allavega held ég að ég hafi aldrei áður upplifað annað eins kvöld..

ég dansaði við súperman

drakk jager með borat

var bókstaflega gripin höndum og hent uppí loft og næstum því rotuð af araba sem birtist out of nowhere og ákvað að taka mjög frumstæða sveiflu á dansgólfinu án þess að ég hefði eitthvað um það að segja..

hitti greenman og stökk næstum því á hann af gleði þegar ég sá hann útá götu, klárlega toppur kvöldsins fyrir it's always sunny in philadelphia nördinn

tók strætó um miðja nótt með örugglega um 100 öðrum fyllibyttum (inní þessum eina litla strætó).. að ég skuli ekki hafa týnt sjálfri mér þarna í fjöldanum er alveg magnað

og varð svo að lokum að treysta á belju til þess að finna leiðina heim því að býflugan og fallni engillinn voru báðar dauðar í strætónum..

aaaaahhh.. good times! hahaha!

--------------------

annars er það bara back to business þessa dagana..

ég held að ég muni svo gott sem alveg einangra mig með bókunum á morgun þar sem að ég á að skila ritgerð og taka miðannapróf á fimmtudaginn.. þ.e.a.s daginn eftir afmælið mitt..

svo að stefnan er tekin á að klára ritgerðina og mestan prófundirbúninginn á morgun svo að ég geti nú gert eitthvað annað en að læra á afmælisdaginn..

sérstaklega þar sem að það er ekki á hverju ári sem að maður á afmæli á miðvikudegi og er staddur á einum af þeim fáu siðmenntuðu stöðum í heiminum þar sem það er talið fullkomlega eðlilegt (og reyndar ætlast til þess) að maður hrynji í það á miðvikudagskvöldum

--------------------

svo er homecoming næstu helgi svo að manni ætti ekki að leiðast þá, þó að ég viti voða lítið um hvað það snýst..

en það hlýtur nú bara að vera gaman

--------------------

svo er það í mjög svo seinbúnum fréttum að ég fer til wisconsin í thanksgiving fríinu mínu...

ætla loksins að láta verða af því að heimsækja hann greg vin minn..

ég get ekki beðið, vika af kulda og snjó! hahaha!

jæja...

ritgerðin kallar...

eva

p.s. nýtt kommentakerfi.. það er hægt að kommenta í gegnum feisbúkkið sitt! evu nörd finnst það alveg magnað..

2 comments:

Helga Finnsdóttir said...

Vúhú! já mér finnst þú æði í þessum búning!! hljómar yndislega þessi hrekkjavaka og ég sá myndirnar dísus ferskleikinn í hámarki;) en i like facebook commentakerfi;) og passaðu þig nú að vera ekki þunn á fimmtudaginn í prófinu..kv mamma

gunnsa frænka og sonja said...

Til hamingju með afmælið elsku Eva!
Við vonum að þú hafir átt skemmtilegan dag.
Okkur finnst þú líka æði í Rómverjabúningnum!