ég er að upplifa nýjan heim þessa dagana..
strætó..
það er alltaf fjör í strætó...
t.d. var gaman að fylgjast með bilaða kallinn á fimmtudaginn sem að gekk í hringi á hlemmi alveg brjálaður útí gagnstéttina og öskraði aftur og aftur á hana: "neeeei!! þetta er ekki rétta stálið!... neeeeei!"
svo var það úber þunni gæjinn í strætó í hádeginu í dag á leiðinni heim af djamminu með einn glæsilegasta samfarahnakka sem ég hef nokkurn tímann séð... svipurinn á honum gaf það líka til kynna að hann hefði ekkert verið of sáttur með næturgistinguna sína...
þetta hefur örugglega verið:
a) hann vaknaði og laumaði sér út af hræðslu við það sem hann sá við hliðina á sér
eða
b) hann: geturu skutlað mér heim?
hún: nei ég er bara sextán
aðrir möguleikar fá ekki að vera með í þetta skiptið..
----------------
operation hjólað í vinnuna er á hold eins og er.. þ.e.a.s. alveg síðan að ég kíkti á ofur ryðguðu keðjuna á hjólinu og sá að hún myndi slitna strax við fyrstu brekku.. þetta verður samt fixað og ég skal hjóla í vinnuna einhvern tímann í sumar..
aaaalveg eins og ég mun nota sundkortið!
í alvöru
ekki djók.
---------------
ég eldaði mér kjúkling og hrísgrjón um helgina... tilkynni samt að íbúðin er a-okay!
---------------
flugmiðinn frá boston til austin kominn í hús...
hótelið í boston líka..
svo fékk ég að vita það að stelpan sem verður herbergisfélaginn minn úti er víst komin með emailið mitt og ég á bara að bíða eftir því að hún hafi samband..
hah!
ekki sjens að ég hafi þolinmæði í svoleiðis..
langar að vita þetta núna núna núúúúna..
eva- óþolinmóða
No comments:
Post a Comment