ég er að upplifa nýjan heim þessa dagana..
strætó..
það er alltaf fjör í strætó...
t.d. var gaman að fylgjast með bilaða kallinn á fimmtudaginn sem að gekk í hringi á hlemmi alveg brjálaður útí gagnstéttina og öskraði aftur og aftur á hana: "neeeei!! þetta er ekki rétta stálið!... neeeeei!"
svo var það úber þunni gæjinn í strætó í hádeginu í dag á leiðinni heim af djamminu með einn glæsilegasta samfarahnakka sem ég hef nokkurn tímann séð... svipurinn á honum gaf það líka til kynna að hann hefði ekkert verið of sáttur með næturgistinguna sína...
þetta hefur örugglega verið:
a) hann vaknaði og laumaði sér út af hræðslu við það sem hann sá við hliðina á sér
eða
b) hann: geturu skutlað mér heim?
hún: nei ég er bara sextán
aðrir möguleikar fá ekki að vera með í þetta skiptið..
----------------
operation hjólað í vinnuna er á hold eins og er.. þ.e.a.s. alveg síðan að ég kíkti á ofur ryðguðu keðjuna á hjólinu og sá að hún myndi slitna strax við fyrstu brekku.. þetta verður samt fixað og ég skal hjóla í vinnuna einhvern tímann í sumar..
aaaalveg eins og ég mun nota sundkortið!
í alvöru
ekki djók.
---------------
ég eldaði mér kjúkling og hrísgrjón um helgina... tilkynni samt að íbúðin er a-okay!
---------------
flugmiðinn frá boston til austin kominn í hús...
hótelið í boston líka..
svo fékk ég að vita það að stelpan sem verður herbergisfélaginn minn úti er víst komin með emailið mitt og ég á bara að bíða eftir því að hún hafi samband..
hah!
ekki sjens að ég hafi þolinmæði í svoleiðis..
langar að vita þetta núna núna núúúúna..
eva- óþolinmóða
Sunday, June 21, 2009
Sunday, June 14, 2009
hvernig á að sjóða vatn..
a) þú verður í fyrsta lagi að ná í pott með vatni og setja hann á helluna
b) kveikja á hellunni með pottinum á..
c) þá er þetta eiginlega bara komið
hversu flókið?
ekki neitt
samt náði ég að klikka á þessu í kvöld, nánar tiltekið á atriði b.
ég ákvað sem sagt að kveikja ekki á hellunni með pottinum heldur kveikti ég, einhverra hluta vegna, frekar á hellunni sem að viskustykkið mitt lá á..
gott múv eva, gott múv!
svo sat ég bara í kósíheitum uppí rúmi þangað til að ég heyrði allt í einu "bavúmm!" og leit við og sá risa bál á miðri eldavélinni...
þarna kom sér vel að eiga eldvarnarteppi en ég náði í einhverju panik kasti að skella því yfir eldinn.. og já það svínvirkar:)
skrýtið samt hvað maður reynir að rifja upp allt sem maður á að gera svona á kafi í reyk.. opna útidyrahurðina tjekk! opna svalahurðina tjekk! eldhúsviftan á fullt tjekk! og meira að segja allir vatnskranar og sturtan á fullt tjekk! enda hvarf reykurinn hratt og vel en eftir sat óóóóóógeðsleg stybba..
núna ligg ég allavega uppí rúmi með sviðann í augunum í íbúðinni sem lyktar eins og brunninn eldspýtustokkur... og á ekkert viskustykki lengur (nýbúin að henda hinu af því að mér fannst það blettótt! hahahaha! það er þó allavega ekki kolamoli eins og hitt!)
kv,
eva- burn survivor
b) kveikja á hellunni með pottinum á..
c) þá er þetta eiginlega bara komið
hversu flókið?
ekki neitt
samt náði ég að klikka á þessu í kvöld, nánar tiltekið á atriði b.
ég ákvað sem sagt að kveikja ekki á hellunni með pottinum heldur kveikti ég, einhverra hluta vegna, frekar á hellunni sem að viskustykkið mitt lá á..
gott múv eva, gott múv!
svo sat ég bara í kósíheitum uppí rúmi þangað til að ég heyrði allt í einu "bavúmm!" og leit við og sá risa bál á miðri eldavélinni...
þarna kom sér vel að eiga eldvarnarteppi en ég náði í einhverju panik kasti að skella því yfir eldinn.. og já það svínvirkar:)
skrýtið samt hvað maður reynir að rifja upp allt sem maður á að gera svona á kafi í reyk.. opna útidyrahurðina tjekk! opna svalahurðina tjekk! eldhúsviftan á fullt tjekk! og meira að segja allir vatnskranar og sturtan á fullt tjekk! enda hvarf reykurinn hratt og vel en eftir sat óóóóóógeðsleg stybba..
núna ligg ég allavega uppí rúmi með sviðann í augunum í íbúðinni sem lyktar eins og brunninn eldspýtustokkur... og á ekkert viskustykki lengur (nýbúin að henda hinu af því að mér fannst það blettótt! hahahaha! það er þó allavega ekki kolamoli eins og hitt!)
kv,
eva- burn survivor
Saturday, June 13, 2009
var að afgreiða mann í dag..
hann: notar maður ekki cointreau til að gera cosmopolitan?
ég: jú eða triple sex (um leeeeið og ég sleppti orðinu fattaði ég vitleysuna.. fokk fokk fokk!)
hann: ha?
ég: nei ææjii.. triple sec, maður notar cointreau eða triple sec. (þarna var orðið of seint að reyna að bjarga sér.. miðað við glottið framan í honum heyrði hann alveg hvað ég sagði fyrst)
hann: já ókei, takk.
ég: ekki málið (kill me)
-----------------------
júlí fer alveg að koma.. eða svona næstum því..
þá stend ég á milli tveggja valkosta
a) kaupa ljótt strætókort á 5000 kall og taka strætó í vinnuna á hverjum morgni...
b) nota peninginn frekar í það að kaupa sundkort og hjóla svo í vinnuna á hverjum morgni og fara af og til í sund eftir vinnu..
eins og staðan er núna er svarið BJÉÉÉ! DING DING DING!
það stefnir sem sagt í heilsumánuð í júlí eins og staðan er núna en eins og öllum öðrum líkamsræktar áformum mínum er þessu tekið með gríðarlegum fyrirvara
það kemur svo bara í ljós í enda júlí hversu mörgum þúsundköllum ég eyddi óvart í að kaupa staka strætómiða þar sem að ég nennti ekki að hjóla í vinnuna..
-----------------------
annars er það að frétta að það eru....
66 dagar!
66 dagar!
66 dagar!
66 dagar!
ooooog nú er komið miðnætti..
65 dagar!
65 dagar!
65 dagar!
65 dagar!
eeeeeva
hann: notar maður ekki cointreau til að gera cosmopolitan?
ég: jú eða triple sex (um leeeeið og ég sleppti orðinu fattaði ég vitleysuna.. fokk fokk fokk!)
hann: ha?
ég: nei ææjii.. triple sec, maður notar cointreau eða triple sec. (þarna var orðið of seint að reyna að bjarga sér.. miðað við glottið framan í honum heyrði hann alveg hvað ég sagði fyrst)
hann: já ókei, takk.
ég: ekki málið (kill me)
-----------------------
júlí fer alveg að koma.. eða svona næstum því..
þá stend ég á milli tveggja valkosta
a) kaupa ljótt strætókort á 5000 kall og taka strætó í vinnuna á hverjum morgni...
b) nota peninginn frekar í það að kaupa sundkort og hjóla svo í vinnuna á hverjum morgni og fara af og til í sund eftir vinnu..
eins og staðan er núna er svarið BJÉÉÉ! DING DING DING!
það stefnir sem sagt í heilsumánuð í júlí eins og staðan er núna en eins og öllum öðrum líkamsræktar áformum mínum er þessu tekið með gríðarlegum fyrirvara
það kemur svo bara í ljós í enda júlí hversu mörgum þúsundköllum ég eyddi óvart í að kaupa staka strætómiða þar sem að ég nennti ekki að hjóla í vinnuna..
-----------------------
annars er það að frétta að það eru....
66 dagar!
66 dagar!
66 dagar!
66 dagar!
ooooog nú er komið miðnætti..
65 dagar!
65 dagar!
65 dagar!
65 dagar!
eeeeeva
Thursday, June 04, 2009
75 dagar..
.. and then I'll be lost in boooooston!
flugmiðinn til boston er kominn í hús, búið að borga fyrri önnin, búin að sækja um dvalarleyfi og fer í dvalarleyfisviðtalið í fyrramálið svo að þetta er allt að koma!
það er nú meira hvað maður leggur á sig fyrir þetta, t.d. var ég rænd af búttaðri ljósmyndarakonu með rauðan varalit í morgun þegar ég var neydd til þess að borga 5400 kall fyrir amerískar passamyndir!
ég er allavega orðin nokkuð viss um það að þessar myndir sem hún tók af mér hljóti að vera alveg rosalega stórfenglegar miðað við verðið sem ég borgaði fyrir þær... ég gæti kannski prófað að selja þær á ebay? set svo inn einhverja magnaða lýsingu: PASSPORT PHOTO OF A POOR STUDENT! TAKEN AT 9 O'CLOCK IN THE MORNING SO SHE IS EXTREMELY TIERD AND GRUMPY LOOKING! ORIGINAL COPY! ONLY SIX COPIES IN THE WHOLE WORLD! A VERY COSTY PICTURE, IT IS PRINTED ON GOLD! MINIMUM OFFER: $1.000.000!
þær myndu rooookseljast!
alltaf jafn gaman af því þegar fólk sem er á svona svimandi háu mínútukaupi sér á svipnum á manni að maður er ekki alveg að fýla upphæðina... þá kemur alltaf svona vandræðalegt móment og það reynir að covera glæpinn einhvernveginn..
eins og t.d. konan í morgun sem að brosti svona svakalega vandræðalega til mín eftir að hún sá spurningamerkið framan í mér þegar ég var búin að komast að því hvað þessar blessuðu myndir kostuðu. Síðan reyndi hún að bjarga sér með því að spyrja mig hvað ég væri að fara að gera úti, henni tókst nú samt að klúðra því með því að reyna svo alltof mikið að vera áhugasöm.. "ertu að fara útí nám? aaahhh.. sniðugt.. jáááá rosalega sniðugt.. aaahh"
gott fyrir hana að hún fór í ljósmyndarann en ekki leikarann..
(og já ég er rosalega bitur útí kellinguna! hahahha!)
---------------
öllum prófum náð og ég er í skýjunum með það að þurfa ekki að stíga fæti inní odda aftur fyrr en eftir rúmt ár...
ég kvaddi þessa elsku mína samt sem áður með stæl, eyddi með honum langri föstudagsnótt með redbull, snakki og NATO... sveittari oddi hefur varla sést
ég mæli samt ekki með því að vera alein inní odda um miðja nótt um leið og öll ljósin í byggingunni slokkna uppúr þurru... eeeekki sniðugt
---------------
ég auglýsi hér með eftir útilegum í sumar (allt tal um verslunarmannahelgina er samt sem áður bannað).. ég fékk nefnilega hörku 66° norður bakpoka, húfu og vettlinga frá vinnunni í dag og þessir vettlingar skulu halda utan um bjór í sumar!
útileguuppástungur: einn, tveir og go!
eva sem vill fara í útilegur
flugmiðinn til boston er kominn í hús, búið að borga fyrri önnin, búin að sækja um dvalarleyfi og fer í dvalarleyfisviðtalið í fyrramálið svo að þetta er allt að koma!
það er nú meira hvað maður leggur á sig fyrir þetta, t.d. var ég rænd af búttaðri ljósmyndarakonu með rauðan varalit í morgun þegar ég var neydd til þess að borga 5400 kall fyrir amerískar passamyndir!
ég er allavega orðin nokkuð viss um það að þessar myndir sem hún tók af mér hljóti að vera alveg rosalega stórfenglegar miðað við verðið sem ég borgaði fyrir þær... ég gæti kannski prófað að selja þær á ebay? set svo inn einhverja magnaða lýsingu: PASSPORT PHOTO OF A POOR STUDENT! TAKEN AT 9 O'CLOCK IN THE MORNING SO SHE IS EXTREMELY TIERD AND GRUMPY LOOKING! ORIGINAL COPY! ONLY SIX COPIES IN THE WHOLE WORLD! A VERY COSTY PICTURE, IT IS PRINTED ON GOLD! MINIMUM OFFER: $1.000.000!
þær myndu rooookseljast!
alltaf jafn gaman af því þegar fólk sem er á svona svimandi háu mínútukaupi sér á svipnum á manni að maður er ekki alveg að fýla upphæðina... þá kemur alltaf svona vandræðalegt móment og það reynir að covera glæpinn einhvernveginn..
eins og t.d. konan í morgun sem að brosti svona svakalega vandræðalega til mín eftir að hún sá spurningamerkið framan í mér þegar ég var búin að komast að því hvað þessar blessuðu myndir kostuðu. Síðan reyndi hún að bjarga sér með því að spyrja mig hvað ég væri að fara að gera úti, henni tókst nú samt að klúðra því með því að reyna svo alltof mikið að vera áhugasöm.. "ertu að fara útí nám? aaahhh.. sniðugt.. jáááá rosalega sniðugt.. aaahh"
gott fyrir hana að hún fór í ljósmyndarann en ekki leikarann..
(og já ég er rosalega bitur útí kellinguna! hahahha!)
---------------
öllum prófum náð og ég er í skýjunum með það að þurfa ekki að stíga fæti inní odda aftur fyrr en eftir rúmt ár...
ég kvaddi þessa elsku mína samt sem áður með stæl, eyddi með honum langri föstudagsnótt með redbull, snakki og NATO... sveittari oddi hefur varla sést
ég mæli samt ekki með því að vera alein inní odda um miðja nótt um leið og öll ljósin í byggingunni slokkna uppúr þurru... eeeekki sniðugt
---------------
ég auglýsi hér með eftir útilegum í sumar (allt tal um verslunarmannahelgina er samt sem áður bannað).. ég fékk nefnilega hörku 66° norður bakpoka, húfu og vettlinga frá vinnunni í dag og þessir vettlingar skulu halda utan um bjór í sumar!
útileguuppástungur: einn, tveir og go!
eva sem vill fara í útilegur
Subscribe to:
Posts (Atom)