Thursday, April 23, 2009

það var gaur í vinnunni í dag að spjalla við einhvern annan og sagðist vera með "chuck bass plan" í gangi...

a) eru í alvörunni til gaurar sem horfa á gossip girl?

og þá er ég ekki að meina að hafa séð 5 mín úr einum þætti heldur horft það mikið á þá til þess að geta skilgreint hvað "chuck bass plan" er..

b) eru í alvörunni til gaurar sem horfa á gossip girl og viðurkenna það svo með því að halda uppi svona samræðum?

c) er nokkur lifandi maður sem gæti pullað "chuck bass plan" af annar en chuck bass sjálfur?

nei.. hélt ekki..

langaði að segja þessum drengstaula að gleyma þessu bara, þetta væri bara lost case þar sem að hann hefði hvorki lúkkið, fatasmekkinn né sjarmann og eflaust ekki millurnar.. en ég hafði mig ekki alveg uppí það, spurði hann bara í staðinn hvort að hann vildi poka.

-------------------

ég þarf víst að fara að kjósa á laugardaginn og veit ekkert í minn haus..

ákvað að taka svona próf á xhvad.is til að sjá hvort að það myndi laga þetta vandamál og viti menn..

ég er með undir 30% samsvörun með öllum flokkunum..

vá frábært..

ég er eiginlega ennþá ráðviltari núna en ég var... en samkvæmt þessu prófi þá var frjálslyndiflokkurinn hæstur hjá mér með tæp 30 %...

frjálslyndir?

aaaaldrei í lífinu!

-------------------

hversu líklegt er að ég nái að klára 15 bls ritgerð fyrir sunnudaginn þegar ég byrjaði á henni í dag? þeas ég skrifaði bara hálfa blaðsíðu um leið og ég sá allan lífsviljann minn lauma sér varlega frá mér og taka svo sprettinn útúr odda

eftir sat ég lífsvilja laus, með 14 og hálfa bls eftir og vondan mat úr hámu...

tek tilraun númer tvö á þetta í fyrramálið.

-------------------

í hvernig kistu grefur maður gluggagæji?

gluggakistu!

hahaha!

-------------------

núna eru liðnar tæpar 2 klst af íslensku sumri og hitinn í reykjavík er 2° á celcius..

núna er klukkan hins vegar að verða níu að kvöldi til í austin, texas og þar eru 29° á celcius.....

aaaaahh, get ekki beðið:)

1 comment:

Valgerður said...

bwaha sénsinn að einhver íslenskur gæi gæti púllað chuck bass og bara verið með fáránlega stæla í geðveikum fötum.. ekki séns.

ég er eins og þú frekar óákveðin og ákvað að kíkja á þessa síðu. flokkurinn sem mér þykir líklegast að ég kjósi fékk minnstu stigin hjá mér.. haha vá hvað ég þarf greinilega að skoða betur hvað flokkarnir standa nákvæmlega fyrir...ehmm

p.s. hlakka til að fylgjast með þér úti, ég er farin að telja niður dagana þangað til ég fer út á 3ja ári! :)