hvað er búið að gerast síðan þá..
jú handboltaæðið náði alla leið frá íslandi og yfir í mccombs íbúð 124 hérna í georgetown
ég náði að hræða líftóruna úr stelpunni sem ég bý með þegar ég var öskrandi yfir handbolta inní herbergi, greyið hringdi í vinkonu sína og fékk hana til að koma yfir þar sem að hún hélt að það væri eitthvað rosalegt að hjá mér..
hún hélt fyrst að ég hefði dottið í sturtunni og meitt mig en nei, nei þetta var bara ísland að gera jafntefli við austurríki..
viðurkenni alveg að það var smá vandræðalegt að koma fram eftir leikinn og útskýra fyrir þeim tveimur að þetta hafi bara verið handbolti
ég og vinur minn tókum okkur samt til fyrir undanúrslitaleikinn og brutumst inní skólakaffihúsið klukkan sjö um morguninn og horfðum þar á leikinn á breiðtjaldi... get nú ekki sagt að það hafi verið leiðinlegt að horfa á hann í alvöru stærð í staðinn fyrir fartölvuskjáinn svona einu sinni..
-------------------
skólinn gengur sinn gang, ég fýla alla áfangana mína og hef aldrei eytt jafn miklum tíma í heimanám eins og nú.. en sem betur fer er það búið að skila sér í einkunnum hingað til svo að planið er að halda því áfram eins og ég get..
-------------------
ég er búin að kynnast fullt af nýju fólki sem að byrjaði í skólanum í janúar, vinahópurinn er allavega frekar fjölbreyttur.
ég, íslendingurinn..
danska stelpan sem er asísk.. var sem sagt ættleitt frá suður kóreu sem barn og talar ensku með breskum hreim eftir að hafa búið í bretlandi og í nýja sjálandi...
strákurinn sem að var sendur af foreldrum sínum til bandaríkjanna frá angola þegar hann var tólf ára ásamt systkinum sínum til þess að fá menntun og um leið flýja óeirðirnar sem hafa verið gegnum gangandi í landinu síðan um 1975..
og svo bandaríski strákurinn sem að er fyrrum hermaður og fór tvisvar til íraks og vann svo sem slökkviliðsmaður á suðurskautslandinu í heilt ár.. (já ég veit ekki alveg hversu mikið var að gera hjá honum þar)
en eins fjölbreytt og við erum þá náum við merkilega vel saman..
-------------------
ég keypti mér nýja myndavél um daginn... hörku vél..
sem þýðir reyndar að það verður svo sem bara borðað í mötuneytinu hérna næstu vikurnar.. eehhemm..
en það er alveg þess virði þar sem að myndirnar eru sweet!