allt í gangi...
mætt aftur til tejas! kom hingað fyrir viku síðan í algjöran skítakulda... fyrsta kvöldið eyddi maður fyrir framan sjónvarpið að horfa á úrslitaleikinn í háskólaboltanum en í ár voru það texas (sem sagt university of texas hérna í austin) og alabama sem að mættust.. reyndar voru allir búnir að spá alabama sigri fyrir leikinn enda eru þeir með mun sterkara lið en við (já ég er orðin svo mikill texasgimpi að auðvitað segi ég "við")...
...og auðvitað rústuði alabama leiknum...
samt magnað að þrátt fyrir að ég horfi aldrei almennilega á leikina hérna þá var maður alveg dottinn ofan í þennan enda texas hjartað búið að koma sér nokkuð vel fyrir í manni.. td. fékk ég vægast sagt rosa sjokk þegar colt mccoy (quarterbackinn og besti leikmaður UT) þurfti að fara af velli vegna meiðsla og hrópaði svo hressilega á menn fyrir að ná ekki að grípa auðveldustu sendingar í heimi.. og allt þetta haldandi á bud light.. nokkuð viss um að ég gerist eiginlega ekki meiri kani takk fyrir..
--------------------
laugardagurinn síðasti var kaldasti dagurinn hérna á austin svæðinu í 14 ár en hitinn fór niður í sirka -12°c um nóttina.. þetta kvöld horfði ég á veðurfréttirnar þar sem að þeir voru með innslag sem hét "places warmer than austin" en þessi listi samanstóð af þrem stöðum:
reykjavík, iceland
blablabla, alaska
blablabla, anartica
(náði ekki nöfnunum á seinustu tveim stöðunum þar sem að ég var alltof upptekin við að hlægja af því að sjá reykjavík þarna)
þetta fannst þeim alveg ofsalega merkilegt en fólkið getur andað aðeins léttar núna þar sem að veðrið er aftur orðið að eðlilegu janúarveðri.. a.k.a. stuttbolaveðri
--------------------
annars er það í fréttum að ég er komin með nýjan íbúðarfélaga.. fínasta stelpa og okkur kemur bara mjög vel saman...
en svo er ég líka komin með nýjan nágranna.. fýla hann ekki alveg jafn vel..
af hverju?
jú drengurinn hrýtur það hátt að það heyrist alla leið úr íbúðinni hans og yfir í herbergið mitt.. þetta er bara alveg ótrúlegt
en um að gera að líta á björtu hliðirnar... þetta þýðir bara það að ég er komin með mjög góða ástæðu til þess að fara snemma að sofa á kvöldin svo að ég verði nú sofnuð áður en að hrotuskrímslið fer af stað :)
--------------------
annars er kennslan komin á fullt og vægast sagt brjálað að gera.. ég tek fimm áfanga hérna úti (international organization, intro to political theory, us foreign policy, the effect of climate change on politics in africa og public policy) og svo elsku rannsóknir í fjarnámi heima... bókastaflinn hefur aldrei verið hærri og það stefnir alveg klárlega í erfiðustu önnina á öllum mínum háskólaferli svo að það er um að gera að lesa, lesa og lesa..
ég fæ nú samt ágætis frí um helgina... bara einn tími á morgun og svo er frí á mánudaginn (martin luther king dagurinn)
jæja.. best að fara að lesa fyrir morgundaginn
eeeeva