Tuesday, December 01, 2009

jæja.. ætla ekki að vanrækja þetta blogg of mikið...

hvað er ég búin að gera af mér síðan seinast?

jú.. læra.. skrifa ritgerðir, glósa greinar, fara í próf.. allan pakkann

en á þriðjudaginn síðasta fékk ég loksins að fara í kærkomið frí enda komið að thanksgiving brake...

eldsnemma á þriðjudagsmorgunn var ég sótt uppí skóla af eina (og rándýra) shuttle fyrirtækinu hérna í georgetown og keyrð uppá flugvöll..

ég deildi þessari 40 mínútna bílferð með elskulegri konu og mikið rosalega er það merkilegt hvernig kanar finna sig knúna til að deila ævisögunni sinni með þér ef að þeir sitja við hliðina á þér í einhverju farartæki... á innan við 10 mín var ég búin að fá að vita:

hvað hún heitir
hvert hún er að fara í vinnuferð
og af hverju hún er að fara þangað
hvar kallinn hennar kennir
og hvað hann kennir
og hvar honum var að bjóðast annað starf
en af hverju hann afþakkaði starfið
og hvað henni finnst leiðinlegt að fljúga
og að hún var í hernum
og að hún þurfti að fljúga alltaf alveg rosalega forever lengi og mikið með hernum
og að hún er ekki frá texas
að hún er í alvörunni frá missouri
en hvað henni finnst texas æði
og hvað pabbi hennar vann í "papermill" bransanum þegar hún var krakki
og að þau voru endalaust að flytja
en núna eru mamma hennar og pabbi skilinn
og mamman komin með nýjan kall
en pabbinn er bara aleinn..
og svo um að hún eigi tvö börn
og hún getur ekki ferðast eins mikið og hún vildi að fyrst að hún þarf víst að borga fyrir háskólann fyrir krakkana
og hvað bróðir hennar á enginn börn
svo að hann og konan hans fara alltaf í last minute ferðalög
en að þau eigi nú von á barni í næsta mánuði
svo að núna verða þau að hætta að fara í last minute ferðalög
og að thanksgiving er alltaf voða lítið mál því að það á engin börn í fjölskyldunni
nema auðvitað hún og kallinn hennar
en núna er það að fara að breytast
af því að eins og hún var búin að segja er bróðir hennar að fara að eignast krakka..

fyrirgefiði en þetta er bara aðeins of mikið af upplýsingum þegar maður er algjörlega ósofinn kl 4 á morgnanna..

en fyrst það er víst frekar dónalegt að taka upp ipodinn og skella honum í eyrun í miðju samtali (eða ræðu, fer eftir því hvernig maður horfir á þetta) þá sat ég bara og reyndi að sýna áhuga á milli þess sem að ég var skíthrædd um að ég væri að fara að missa af fluginu mínu..

allavega fannst bílstjóranum það alveg vera "heeeellings" tími að vera mætt útá völl 55 mín fyrir flug þar sem að það væri nú sko ekkert að gera á flugvellinum...

en svo þegar við vorum loksins komin uppá völl var "oooh boy" það eina sem heyrðist í honum.. hann gat varla lagt bílnum útaf öllum fjöldanum af liði sem var þarna.

en á einhvern ótrúlegan hátt náði ég að setja hraðamet í því að komast í gegnum völlinn.. í fyrsta lagi býður american airlines uppá snilld sem heitir curbside check-in.. jú, þú getur tjekkað þig inn útá gangstétt ef að þú ert í innanlandsflugi! haha! snilld!! (og ég komst að því eftir þessa ferð að þetta er það eina sem er gott við american airlines)

allavega var enginn að kveikja á að tjekka sig inn þarna nema ég.. og svo einhvern veginn náði ég að lenda á undan allri röðinni í öryggisleitinni..

svona þegar maður mætir í röð og það er nánast enginn þar en svo lítur maður til baka mínútu seinna og þá er röðin komin útá götu... akkúrat þannig.

svo að ég komst í gegnum allan pakkann á 15 mínútum á háannatíma! hah! geri aðrir betur :)

---------------------

en talandi um flugið þá er það alveg á hreinu að american airlines er hundleiðinlegt flugfélag sem að ég mun forðast með öllum mínum lífsins sálarkröftum að ferðast með í framtíðinni.. þeir rukka 20 dollara ef að þú vilt tjekka inn tösku og svo 30 dollara fyrir tösku númer 2.. svo náttúrulega ef að þú ert með yfirvigt skella þeir auka 50 dollurum oná þetta allt saman svona til að gera þetta skemmtilegra (slapp við það í þetta skiptið en er rosalega fegin að ég á ekki miða með þeim heim um jólin! hah!)

svo er ekkert að gera í vélinni.. það þýðir ekkert að láta sig dreyma um að horfa á þátt eða mynd þar sem að það er ekki einu sinni útvarp.. venjulega er hægt að stinga heyrnartólum í sætisarminn og hlusta á eitthvað... þarna er ekki einu sinni gat í sætisarminum fyrir heyrnartól

neinei, það eina sem var til boða var hávært flugvélahljóð, sérstaklega þegar heppið fólk eins og ég lendir í sætinu sem er akkúrat við hliðina á hreyflinum (hreyfillinn var ekki undir vængnum heldur aftast í vélinni og fyrir glugganum mínum).. og hvaða djók er það að þegar maður biður um gluggasæti að maður er látinn fá eina sætið í vélinni þar sem að risa hreyfill koverar gjörsamlega allan gluggann eins og hann leggur sig?

og svo var ég ekki frá því að ég væri í einhverri flugvallaútgáfu af falinni myndavél þegar tjekkinn röðin á o'hare á leiðinni til baka til austin stoppaði hreinlega akkúrat þegar komið var að mér á og SJÖ stykki af yndislegum american airlines starfsmönnum mánaðarins ákváðu bara að hætta að vinna uppúr þurru og standa bara við deskin sín, stara útí loftið og bora í nefið í staðinn fyrir að kalla á næsta kúnna, þeas mig...

alveg það skrýtnasta sem að ég hef lent í á flugvelli.. fannst svona hálfpartinn eins og þeir væru búnir að gera veðmál um hversu lengi næsti kúnni, aka ég, (og jafnvel hinir 50 manns sem voru í röðinni) myndi halda það út áður en að ég færi að öskra á einhvern starfsmann..

svo loksins eftir 10 mín var eini starfsmaðurinn sem gerði eitthvað þarna búinn að afgreiða blessuðu 5 manna fjölskylduna sem var á undan mér í röðinni og ég fékk loksins að komast að..

svo loksins (já nei ég er ekki hætt að röfla) 10 mín fyrir boarding er kallað í hátalarakerfinu "elsku austin farþegar.. það er búið að skipta um gate.. (soooooorrrrrryyyyyyy sökkers)... þið eruð í k3 en ekki h16" vantaði bara að þeir bættu við "run forrest, run!!"

plúúúúús að american andskotans airlines náðu að slíta handfangið á töskunni minni af eins og það leggur sig svo að núna verð ég með tvær fatlaðar töskur á leiðinni heim um jólin; önnur án topphandfangsins og hin án rúlluhandfangsins.. æði..

já.. ég veit, ég er að farin að röfla eins og gamla fólkið sem að kvartar undan ómerktum köttum og lötum unglingavinnukrökkum í velvakanda í mogganum! hahaha...

aaaaaalllavega

hvað var ég að gera á o'hare í chicago?

júbb ég var að heimsækja greg vin minn frá ítalíu eftir að hafa ekki séð hann í rúm fimm ár.. svo að frá chicago var stefnan tekin á madison, wisconsin með þriggja tíma rútuferð.. sem ég ætla ekki að röfla um.

madison var æði og einkenndist af skemmtilegu fólki, góðum mat, enn betri bjór, ferðir í bruggsmiðjur, jólagjafaleiðangur (þar sem að listinn í ár var næstum því kláraður), alvöru ekta thanksgiving mat og fullt af svefni:)

ég fékk meira að segja smá af mjög svo kærkomnum snjó...

------------------

en ókei... einn jákvæður hlutur um american airlines (sem er samt sem áður eiginlega ekki þeim að þakka en samt)...

á meðan ég sat fyrir utan hliðið á o´hare, sem reyndist svo á endanum vera vitlaust hlið, var american airlines merkið allsstaðar.. og það eina sem ég náði að hugsa um var

o´hare + american airlines merkið + jólaskreytingar : home alone

og sú mynd kemur manni alltaf í gott skap :)

plús að home alone minnti mig óendanlega á new york ferðina mína um þarnæstu helgi

--------------------

ég get ekki beðið eftir jólastemminguni í ny!

tréð við rockafeller, allar jólaskreytingarnar og rjúkandi starbucks... ég er búin að downloada home alone soundtrackinu og það fær sko að rúlla í ipodinum allan tímann (ekki grín)

plús að ég á miða á the radio city christmas spectacular þar sem að ég ætla að leyfa mínu innra jólabarni að njóta sín með öllum hinum litlu krökkunum..




sætið mitt er reyndar alveg útá siglufirði en mér er svo alveg sama.. ég verð bara að muna eftir gleraugunum :)


þetta verður magnað!


ég fæ sko gæsahúð af tilhlökkun..


svo á sunnudagskvöldinu verður stefnan svo tekin á ísland!

get nú ekki sagt að tilhlökkunin fyrir því sé neitt minni :)


eva sem er alveg að fara að detta í próflestur