eeeeen ég fann nokkur vídjó sem að sýna nokkuð vel hvernig campusinn hérna lítur út og ákvað að deila þeim með ykkur svo að þið sjáið svona smá hvernig hann er.. eða allavega hluti af honum..
þetta fyrsta er kynningarmyndband fyrir homecoming sem verður haldið í hundraðasta skiptið núna um helgina
fyrsta byggingin sem að myndavélin stoppar hjá er cullen, þarna eru þrír af fjórum áföngunum sem ég er í á þessari önn kenndir.. eldgömul bygging með fúkkalykt á efstu hæðinni, en samt rosalega flott...
önnur byggingin er mest megins skrifstofur en með nokkrum stofum.. hún er frekar spes að innan og er sú bygging hérna sem að ég forðast helst að fara í á kvöldin... mjög spúkí
næst er það aðalbyggingin.. mötuneytið, pósthúsið, kaffihúsið og allt það...
síðan er það FAB sem ég hef aldrei farið í.. enda er þetta listadeild skólans og ég hef ekkert að gera þangað
síðasta stoppið er á "the mall" sem er grasbletturinn á miðjum campusnum... konan stendur fyrir framan campus kirkjuna en beint fyrir framan kirkjuna er innsigli skólans
takið eftir því að enginn af fólkinu sem labbar framhjá henni stígur oná innsiglið.. það er víst hjátrú að ef að þú stígur oná það þá muntu ekki útskrifast og þar af leiðandi forðast það allir! haha! :)
---------------
við erum southwestern university pirates..
það útskýrir næsta vídjó
---------------
þetta næsta er alveg hrikalega, brjálæðislega eins amerískt og væmið og vídjó geta mögulega orðið, fiðlubíómyndatónlist og meira að segja hörpusláttur inná milli...
eeeen það sýnir campusinn alveg rosalega vel..
uppúr 4:42 sjáiði gráhærðan kall í rauðri skyrtu.. þetta er einn af prófessorunum mínum dr. o'neill (yndislegi maðurinn sem að ákvað að láta mig taka 2 próf daginn eftir afmælið mitt) að kenna í stofunni sinni... svo að þarna getiði séð nákvæmlega hvar og hvernig ég eyði tveimur af þessum fjórum áföngum sem að ég er í :)
og svo stuttu seinna sjáiði manneskju sem labbar yfir innsiglið, þessi er ekki að fara að útskrifast! hahahaha!
jæja... back to the books!
eva