Friday, November 06, 2009

ég veit.. pínkuponsu kjánahrollur...

eeeeen ég fann nokkur vídjó sem að sýna nokkuð vel hvernig campusinn hérna lítur út og ákvað að deila þeim með ykkur svo að þið sjáið svona smá hvernig hann er.. eða allavega hluti af honum..

þetta fyrsta er kynningarmyndband fyrir homecoming sem verður haldið í hundraðasta skiptið núna um helgina



fyrsta byggingin sem að myndavélin stoppar hjá er cullen, þarna eru þrír af fjórum áföngunum sem ég er í á þessari önn kenndir.. eldgömul bygging með fúkkalykt á efstu hæðinni, en samt rosalega flott...

önnur byggingin er mest megins skrifstofur en með nokkrum stofum.. hún er frekar spes að innan og er sú bygging hérna sem að ég forðast helst að fara í á kvöldin... mjög spúkí

næst er það aðalbyggingin.. mötuneytið, pósthúsið, kaffihúsið og allt það...

síðan er það FAB sem ég hef aldrei farið í.. enda er þetta listadeild skólans og ég hef ekkert að gera þangað

síðasta stoppið er á "the mall" sem er grasbletturinn á miðjum campusnum... konan stendur fyrir framan campus kirkjuna en beint fyrir framan kirkjuna er innsigli skólans

takið eftir því að enginn af fólkinu sem labbar framhjá henni stígur oná innsiglið.. það er víst hjátrú að ef að þú stígur oná það þá muntu ekki útskrifast og þar af leiðandi forðast það allir! haha! :)

---------------

við erum southwestern university pirates..

það útskýrir næsta vídjó



---------------


þetta næsta er alveg hrikalega, brjálæðislega eins amerískt og væmið og vídjó geta mögulega orðið, fiðlubíómyndatónlist og meira að segja hörpusláttur inná milli...

eeeen það sýnir campusinn alveg rosalega vel..

uppúr 4:42 sjáiði gráhærðan kall í rauðri skyrtu.. þetta er einn af prófessorunum mínum dr. o'neill (yndislegi maðurinn sem að ákvað að láta mig taka 2 próf daginn eftir afmælið mitt) að kenna í stofunni sinni... svo að þarna getiði séð nákvæmlega hvar og hvernig ég eyði tveimur af þessum fjórum áföngum sem að ég er í :)

og svo stuttu seinna sjáiði manneskju sem labbar yfir innsiglið, þessi er ekki að fara að útskrifast! hahahaha!



jæja... back to the books!


eva

Tuesday, November 03, 2009

góða kvöldið!

halloween síðustu helgi og það var frekar magnað

halloween+ laugardagskvöld+ fullt tungl+ 60.000 manns á 6th street + ein úr hópnum er með "open tab" á næstum hverjum einasta bar og segir manni að gjöra svo vel og drekka : EPÍK!

eftir frekar stuttar vangaveltur yfir búningi í risastóru partýbúðinni ( þar sem að ég var með fimmtíu öskrandi og æsta krakka í halloween-brjálæðis-æsingi í kringum mig) ákvað ég að taka rómverjann á þetta..

þetta var útkoman og einhverra hluta vegna var ég kölluð zelda allt kvöldið.. rómverjar ná ekki í gegn hjá kananum, bara tölvuleikir..

ég og stephanie skelltum okkur sem sagt niðrí austin á halloween og vorum svo heppnar að vera með gistingu hjá vinkonu hennar sem að er í UT (university of texas í austin... risa skóli)..

allavega held ég að ég hafi aldrei áður upplifað annað eins kvöld..

ég dansaði við súperman

drakk jager með borat

var bókstaflega gripin höndum og hent uppí loft og næstum því rotuð af araba sem birtist out of nowhere og ákvað að taka mjög frumstæða sveiflu á dansgólfinu án þess að ég hefði eitthvað um það að segja..

hitti greenman og stökk næstum því á hann af gleði þegar ég sá hann útá götu, klárlega toppur kvöldsins fyrir it's always sunny in philadelphia nördinn

tók strætó um miðja nótt með örugglega um 100 öðrum fyllibyttum (inní þessum eina litla strætó).. að ég skuli ekki hafa týnt sjálfri mér þarna í fjöldanum er alveg magnað

og varð svo að lokum að treysta á belju til þess að finna leiðina heim því að býflugan og fallni engillinn voru báðar dauðar í strætónum..

aaaaahhh.. good times! hahaha!

--------------------

annars er það bara back to business þessa dagana..

ég held að ég muni svo gott sem alveg einangra mig með bókunum á morgun þar sem að ég á að skila ritgerð og taka miðannapróf á fimmtudaginn.. þ.e.a.s daginn eftir afmælið mitt..

svo að stefnan er tekin á að klára ritgerðina og mestan prófundirbúninginn á morgun svo að ég geti nú gert eitthvað annað en að læra á afmælisdaginn..

sérstaklega þar sem að það er ekki á hverju ári sem að maður á afmæli á miðvikudegi og er staddur á einum af þeim fáu siðmenntuðu stöðum í heiminum þar sem það er talið fullkomlega eðlilegt (og reyndar ætlast til þess) að maður hrynji í það á miðvikudagskvöldum

--------------------

svo er homecoming næstu helgi svo að manni ætti ekki að leiðast þá, þó að ég viti voða lítið um hvað það snýst..

en það hlýtur nú bara að vera gaman

--------------------

svo er það í mjög svo seinbúnum fréttum að ég fer til wisconsin í thanksgiving fríinu mínu...

ætla loksins að láta verða af því að heimsækja hann greg vin minn..

ég get ekki beðið, vika af kulda og snjó! hahaha!

jæja...

ritgerðin kallar...

eva

p.s. nýtt kommentakerfi.. það er hægt að kommenta í gegnum feisbúkkið sitt! evu nörd finnst það alveg magnað..