hvað er búið að gerast síðan seinast...
jú
stelpurnar komu í heimsókn sem var ÆÐI.. helling hlegið, spjallað og verslað í heila fimm daga..
við afrekuðum ýmislegt, meðal annars það að verða bestu vinir starfsfólksins í wal-mart og það að ná að villast í sirka hálftíma í einni af hinum óskiljanlegu umferðaslaufum austin... allt útaf æðislegu gps vinkonu okkar sem átti það til að segja uppúr þurru "turn right NOW" og við bara: haaa? bíddu áttum við að beygja þarna?"...
hún var allavega ekkert mikið fyrir það að gefa okkur langa fyrirvara á því hvenær við ættum að beygja.. en við lifðum þetta af enda sveinbjörg hörku dræver..
svo fórum við líka á snow patrol tónleika sem eru með þeim bestu sem ég hef séð... i'm in loooove.. allavega er það alveg á hreinu að ég stend ég ekki í þrjá klukkutíma í möl á 10 cm hælum fyrir hvern sem er!
svo fóru stelpurnar heim og þá fyrst byrjaði fjörið..
eva byrjaði að veslast upp um kvöldið og var orðin fárveik daginn eftir.. og stelpurnar líka fárveikar heima á klakanum..
ég var nú samt orðin tiltölulega hress kvöldið eftir en ákvað nú samt á þriðjudeginum að kíkja útá skólaheilsugæsluna til að fá eitthvað við hóstanum frá hjúkkunni...
þar fékk ég engu um ráðið og var testuð fyrir svínaflensu... sem var alveg frekar áhugavert.. á meðan hjúkkan beið eftir niðurstöðunum úr testinu ákvað hún að hitamæla mig..
ég var hitalaus.. flott mál
svo ákvað hún að testa eyrun.. allt í góðu þar
svo athugaði hún hálsinn og viti menn engar bólgur þar..
svo að þegar testið var hálfnað var hún bara nokkuð hress kellingin og sagði mér að ég þyrfti nú ekki að hafa neinar áhyggjur, ég væri örugglega bara með kvef...
en svo leit hún allt í einu á testið í smá stund og leit svo aftur á mig og sagði alvarlega: i'm sorry.. it's positive..
og þá byrjaði dramað.. DUU DUUU DUUUUMMM!
eva komin með grísinn og sett í einangrun inní íbúð í FIMM ÓTRÚLEGA ALLRA LENGSTU DAGA SEM AÐ ÉG HEF UPPLIFAÐ...
en samt ekki fyrr en ég var búin að senda email á alla prófessorana mína um að ég væri með piggy flu (nota bene fyrir framan hjúkkuna, mátti ekki fara fyrr en hún var búin að sjá að ég væri búin að senda mailið) og búið var að fylla vasana á buxunum mínum af verkjatöflum og einnota hitamælum...
og auðvitað fékk ég japanagrímu til að setja á smettið og var ekki hleypt útúr heilsugæslunni fyrr en ég var búin að setja hana upp og ég efast um að ég þurfi að taka það fram hvað mér leið eins og mesta fífli í alheiminum labbandi um campusinn með grímuna til að komast aftur útí íbúð..
allavega þurfti ég já, að hanga alein inní íbúð í heila fimm daga.. ég sem var nú þegar búin að vera veik í þrjá daga fyrir... þrífingakonurnar máttu ekki einu sinni koma inn til að tæma ruslið
en ég fékk að fara aftur í skólann í dag, svínslaus og hress, og núna tekur við grimmt lærdómstörn alveg fram yfir afmælið mitt..
það að segja að ég sé að drukkna úr skóla er klárlega understatement.. en þetta er samt svo rosalega, rosalega mikið þess virði.. og alveg brjálæðslega gaman..
ég verð nú samt að viðurkenna að ég get ekki beðið eftir því að koma heim um jólin og slappa bara af í heita pottinum og þurfa ekkert að hugsa um neitt sem kallast homework eða papers.. aaahh :)